3.10.2009 | 12:56
Eru þetta hryðjuverk?
Af wikipedia: http://is.wikipedia.org/wiki/Hryðjuverk
Hryðjuverk er umdeilt hugtak án nokkurar almennt viðurkenndrar skilgreiningar. Algengast er að hryðjuverk sé talið hver sú árás sem af ásetningi er beint gegn almennum borgurum til ógnunar sem framin er í þeim tilgangi að ná fram stjórnmálalegum eða öðrum hugmyndafræðilegum markmiðum.
Maður veltir fyrir sér hvort þessi árás á Rannveigu Rist sé í raun, skv. ofangreindri skilgreiningu, hryðjuverkaárás. Það væri nú aldeilis glæsilegt skref fram á við fyrir Saving Iceland, að verða skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Því í mínum huga er það algerlega á kristaltæru að þarna voru aðilar á ferð tengdir Saving Iceland. Hvort samtökin sjálf séu bendluð við þetta er annað mál.
Ef hægt er að setja Hells Angels undir hatt glæpasamtaka, af því að einstaklingar innan þeirra raða fremja skipulagða glæpi, þá á sama tenging við Saving Iceland ef einstaklingar innan þeirra raða fremja hryðjuverk/skemmdaverk/ofbeldisárásir í nafni málstaðarins.
Ég hallast reyndar sjálfur að því að það sé doldið loðið að setja beint samansem merki milli samtaka/hóps og einstaklinga innan hópsins, en það breytir ekki því að þetta er í dag doldið trendið, að setja bein vensl þarna á milli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 11:34
Saving Iceland á ferðinni?
Af hverju hugsa ég til VG Saving Iceland þegar ég hugsa um hver hafi staðið að þessu?
Mér fannst þau nokkuð töff fyrst, Saving Iceland, en sú brenglun er horfin. Þetta fólk treður sínum skoðunum ofan í kokið með ofstækislegum aðgerðum og ég er löngu hættur að fíla það. Sérstaklega þegar ég sá frétt þar sem ein þeirra lýsti því af hverju hún væri að fara í fangelsi út af dómi vegna aðgerða hennar fyrir austan. Sá þá berlega að í rökhuxun er ekki heil brú í þeirri annars ágætu konu. Huglægt mat togað og teygt til að afsaka hvað sem er. Eitthvað sem er ólöglegt.
Ég vona að þetta hafi ekki alvarlegar afleiðingar fyrir Rannveigu og að þeir sem eru að stunda þessar árásir fari nú að láta af þeim.
![]() |
Fékk sýru í andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 11:12
Þetta var ekkert jeppi!
Þar sem ég og fjölskyldan var að borða skonsur í morgunmat horfðum við á aðgerðir lögreglu og slökkviliðs niðri í fjöru, 300 metra frá okkur. Og þessi bifreið var af gerð á borð við Daewoo eða Hyundai, venjuleg bifreið. Ekki jeppi. Enda hefði jeppi ekki fest sig þarna en framhjóladrifin bifreið á sumardekkjum festir sig auðveldlega (það hef ég prófað sjálfur) í sandinum í fjörunni.
Krókur kom með bifreið sem tók þennan bíl og fór með hann. Ég tók að sjálfsögðu myndir af þessu með EOS 400 myndavélinni minni og 200mm aðdráttarlinsu.
![]() |
Bifreið dregin upp úr sjónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |