30.5.2007 | 15:45
Enn fær Ágúst Ólafur ekki neitt
Það er með ólíkindum hvað sjálfur varaformaður Samfylkingarinnar fær lítið að gera og litla ábyrgð í þessari ríkisstjórn. Ekki ráðherra, ekki þingflokksformaður, komi lítið sem ekkert að myndun ríkisstjórnarinnar, ólíkt Þorgerði Katrínu í Sjálfstæðisflokknum. Hvað er í gangi þarna? Er hann í skíthúsinu eða hvað? Er verið að ganga framhjá honum eins og gengið var framhjá pabba hans þegar Þórunni Sveinbjarnardóttur var skotið upp fyrir hann (og þar með á þing) hér um árið, 1999?
Ég veit ekki, ef ég væri í sporum Ágústs væri ég alls ekki hress með svona algert og blákalt diss. Hann er jú varaformaður, er það eitthvað valdalaust embætti?
![]() |
Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2007 | 10:59
Jafnrétti til náms?
Skrítnar þessar kröfur um jafnrétti til náms. Hvað er það? Snýst það um að allir skuli vera jafn klárir? Eða hafa félagslega aðstöðu til náms? Að heimilisaðstæður skuli verða jafnar hjá öllum svo allir geti farið í skóla?
Það vill svo til að fjárhagslega hliðin er bara brot af þessari "jafnrétti til náms" klisju. En nú virðist sem svo að allir standi í eigin lappir varðandi gáfur, félagslega getu, heimilisaðstæður og aðra þætti sem skera úr um getu til náms. Hvað er þá að því að nememdur pungi út fé fyrst þau eru að fjárfesta (mjög vel) í eigin framtíð? Þar að auki er allt nám lánshæft hjá [H]LÍN og þar með eru peningarnir tryggðir fyrir náminu. Hvað þarf þá meira? Fyrir utan það að skólinn hefur sett sér mjög metnaðarfull markmið um gæði, og það næst illa ef ekki má rukka fyrir námið. Þetta kostar allt pening, pening sem þessir blessuðu nemendur vilja greinilega ekki leggja út sjálfir.
En að sjálfsögðu er ekki réttlátt að taka svona illa í KRÖFUR Stúdentaráðs. Þrýstihóps sem vill að nám þeirra sé borgað af öðrum.
![]() |
Stúdentaráð HÍ krefur nýja ríkisstjórn um skýr svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)