Færsluflokkur: Íþróttir
11.7.2010 | 23:56
Ekki gleyma Frökkum! Tvöfaldir meistarar 2000
"Spánverjar eru þar með bæði Evrópu- og heimsmeistarar en það er í annað sinn í sögunni sem það gerist. Þjóðverjar afrekuðu það árið 1974."
Rangt.
Frakkar urðu heimsmeistarar 1998 og svo Evrópumeistarar 2000 með sigri gegn Ítalíu, með marki Trezeguet í framlengingu. Þeir voru því heims- og Evrópumeistarar á sama tíma.
Aftur á móti eru Spánverjar að verða annað landsliðið sem FYRST verður Evrópumeistari og svo heimsmeistari (sem ríkjandi Evrópumeistari). Setningin væri rétt ef sú spegúlering væri í gangi.
Annars var þessi leikur merkilega leiðinlegur. Grófur og hundleiðinlegt miðjumoð í gegn. Leikur Þýskalands og Uruguay í gær var miklu, miklu skemmtilegri.
Spánverjar heimsmeistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2009 | 10:44
Þetta var bara fáránlegt hjá Trulli.
Trulli hraktist út af brautinni hálfri þegar Sutil varði stöðu sína, Trulli missti stjórn á bíl sínum og þrumaði Sutil, og sjálfan sig, úr keppninni. Þetta var ekkert Sutil að kenna og því alveg fáránlegt að horfa á Trulli vaða alveg brjálaðan í Sutil og skamma hann. Þetta var bara fáránlegt hjá Trulli.
En vá hvað þetta var spennandi keppni. Eldur í Ferrari bíl Raikkonen og alles, ma'r.
Tyfta Trulli fyrir ósæmilega hegðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 14:25
Hjúkkkkit
Gott að þetta var skilorðsbundið. Þeir þurfa þá að passa sig í tvö ár og keppa heiðarlega. Gott að þetta mál er búið. Og það er algerlega óafsakanlegt fyrir Briatore og co, já og Piquet líka, að hafa gert þetta.
En ég vorkenni svosum Briatore ekkert, hann hefur hnoðað barn í Heidi Klum. Slíkum mönnum þarf ekkert að vorkenna, þeir eru með þetta allt á hreinu.
Skilorðsbundið keppnisbann Renault | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 11:14
Nú fara Frakkar að skjálfa enda með USAóþol af háu stigi
Þetta eru frábærar fréttir. Þessi stórfenglegi afburðarmaður ætlar að keppa í Tour de France aftur! Það verður frábært að fylgjast með þessu.
Ég bjó í Frakklandi í 5 ½ ár og veit vel að Frakkar hafa ótrúlega seigt óþol gagnvart Bandaríkjamönnum, burtséð frá þeirri staðreynd að það er USA að þakka að Frakkar fengu frelsi sitt aftur undan Þjóðverjum fyrir tilstilli Bandaríkjamanna.
Óþolið er slíkt að þegar Lance Armstrong vann síðasta Tour de France keppnina, og hafði tilkynnt endalok þeirrar þátttöku, þá kom íþróttatímaritið L'Equipe fram með hæpnar fullyrðingar um að Armstrong hefði "víst" stundað svokallað "dopage" eða lyfjanotkun, vegna þess að í einu eftirlitstékki hefðu fundist leyfar af lyfi. En ósmekklegheit L'Equipe voru þau að þetta lyf er notað í krabbameinsmeðferð, s.s. þeir fundu lyf eftir krabbamein Armstrongs og matreyddu fréttina sem að Lance Armstrong hefði haft rangt við.
Þegar L'Equipe gekk á Lance Armstrong um þetta þá að sjálfsögðu neitaði hann alfarið að hafa haft rangt við. En bætti við að fyrst þeir væru svona mikil dusilmenni, þá væri kannski lag hjá honum að hætta við að hætta. Og vinna eina keppni enn, bara svona til að segja "fuck you" við Frakka.
Nú ætlar hann s.s. að koma aftur, og það er ekkert sem kemur frá þessum manni sem ekki er 100%. Spái því því hér og nú að sigurvegari Tour de France 2009 muni verða bandarískur afreksmaður ;).
Armstrong aftur á fák sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 22:49
Við Bríet fórum á leikinn
Mér áskotnaðist tveir miðar á þennan leik, í boði Ólínu Viðars í gegnum Sigrúnu mágkonu, og eftir framistöðu liðsins gegn Slóveníu datt mér ekki í hug annað en að mæta með dótturina með mér. Hún hafði heyrt af fræknum sigri stelpnanna okkar á Slóvenum og þótti því mikið til koma að fara á leikinn.
Sem sagt, við feðginin fórum saman á landsliðsleik, ásamt bróðurdóttur Elsu minnar, Valborgu Sunnu. Og þvílíkur leikur!
Stelpurnar eru algerlega frábærar. Þær yfirspiluðu Grikki svo rosalega í dag að það var aldrei spurning frá fyrstu mínútum hvor myndi vinna, heldur bara hversu mikið burstið yrði.
Satt best að segja þá hef ég aldrei í raun séð leik liðsins fyrr en nú, maður sér bara mörkin í fréttunum. En það sem eftir situr eftir daginn, varðandi leik liðsins, er hversu mikið sterkari, kvikari, sneggri og betur spilandi sem lið þær voru en Grikkir. Mikið um fallegar sendingar, fallegt og skemmtilegt "spur of the moment" samspil, góð boltafærni, mikil pressa út um allan völl, mikil vinna, og þær klára sóknirnar vel. Og það voru bara grískar stúlkur sem þurfti að sinna af sjúkraþjálfum í dag, okkar stelpur voru það mikið sterkari og harðari í leiknum. Þetta lið er algerlega frábært!!!! Og ekki skemmdi rífandi stemmningin.
Bríet var með málaðan fána á kinnina og þótti mjög gaman á leiknum. Hún hélt í mig allan leikinn og fylgdist með leiknum. Mér þótti þessi dagur á vellinum frábær, sætur sigur hjá frábæru liði og horft á með dótturinni, frumburðinum.
Yfirburðasigur á Grikkjum, 7:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 20:38
Ef þetta er nóg til að sakfella McLaren...
Það vita allir sem hafa stundað hópíþróttir í úrvalshópum að liðsstjórar og þjálfarar fylgjast með hinum liðunum. Hvernig þau spila, hvernig þau raða inná leikmönnum, hvernig þau haga leikskipulagi sínu.
Nú kemur ekkert fram í úrskurði FIA sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér gögnin. FIA skoðaði bílinn í ræmur, verksmiðjur McLaren, talaði við tæknimenn og fékk aðgang að öllum gögnum sem þau vildu. Ekkert. Nákvæmlega ekkert sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér þessi gögn. Hvað þá að aðrir en Coughlan hafi vitað af þessum gögnum. Auðvitað vissi hann sitt hvað um Ferrari, hann var að vinna þar. Ef FIA dregur þá ályktun að Coughlan hafi notað gögnin, bara vegna þess að hann vissi sitt hvað um starfssemi Ferrari, þá eru FIA ekki gáfulegir.
En úrskurðurinn er byggður á tölvupóstum milli liðsmanna McLaren sem benda til þess að þeir viti sitthvað um Ferrari liðið. Þetta er einhver lélegasta röksemdafærsla sem maður hefur heyrt, í það minnsta er hún alls ekki grundvöllur fyrir þá refsingu sem McLaren fékk.
Öll liðin vita hluti um hin liðin. Það er nú bara þannig. Ferrari veit örugglega ýmislegt um McLaren. Annað væri óeðlilegt. En þetta mál snýst um það hvort að McLaren hafi stundað iðnaðarnjósnir og nýtt sér þessi gögn. Og það er ekkert sem bendir til þess að það sé búið að sanna eitt eða neitt. FIA bara dró ályktun (e. assumption). Og eins og einhver sagði þá eru "assumption the mother of all fuckups".
FIA er með drullu uppá bak í þessu máli sem og Ferrari. En McLaren er refsað.
Og hvaðan komu svo gögnin? Úr smiðju Ferrari, ekki satt? Er þetta allt bara kannski setup?
Íþróttaráð FIA viðurkennir að hafa engar sannanir fyrir gagnanotkun af hálfu McLaren | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 01:00
Eins gott að þetta verði rökstutt með skotheldum gögnum...
...því annars er ég hræddur um að ég verði að finna aðra akstursíþrótt til að hafa ólgandi ástríðu yfir, eins og ég hef haft fyrir F1 núna í 13 ár.
FIA (Ferrari International Assistance) mun birta rökstuðninginn fyrir þessari ákvörðun á morgun. Það er eins gott að sá rökstuðningur sé skotheldur.
Ekki einungis er verið að stela sigrinum í keppni bílasmiða og afhelda drullusokkunum frá Ítalíu heldur er verið að taka $100.000.000 af McLaren af því fé sem annars færi í að þróa bílinn og betrumbæta. Þetta þýðir að Ferrari verður með þeim mun meiri séns á að hafa yfirhöndina næsta ár.
Svo þarf að niðurlægja McLaren með því að liðið þarf að sanna næsta ár að bíllinn 2008 sé ekki byggður á stolnum gögnum. Það hefur ekkert, EKKERT, sýnt fram á McLaren hafi haft nein not af þessum gögnum sem einn fyrrum starfsmaður McLaren hafði í fórum sínum. TF1, frönsk sjónvarpsstöð, tók þetta fyrir, bar saman Fiat drusluna í ár og McLaren formúlubílinn og sýndi fram á að ekkert væri sameiginlegt með bílunum.
Enn eina ferðina setur Ferrari liðið svartan blett á þessa frábæru íþrótt með drullusokkaframkomu og hlutdrægni FIA, sem sleikir rassgatið á Ítalafjöndunum með áfergju. Max Mosley og co hafa enn eina ferðina sýnt að í Formúlu 1 eru óheiðalegu Ítalarnir, sem geta ekki gert neitt vel nema með því að svindla, jafnari en allir hinir.
Ef einhverjum finnst ég orðljótur þá má hin/n sami/a vita eitt: Þegar það, sem mér er kært, er saurgað eins og gerðist í dag, þá er ég ekkert að skafa utan af hlutunum. Og get rökstutt þétt mína óbeit á Ferrari!!!!!! Þeir geta ekki keppt heiðarlega! Hafa ekki gert það síðustu ár.
P.S. Nú er bara eitt fyrir McLaren að gera. Vinna allt sem eftir er með stæl. En ekki staldra við það heldur kæra allt sem Ferrari gerir. Allt. Taka hanskana af og þrykkja í punginn á þeim án afláts. Þeir vilja keppa svona, og þá á að gjalda þessum ógeðum líku líkt. Láta þá finna fyrir eigin meðölum.
McLaren úr leik í ár og sektað um 100 milljónir dollara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 14:01
Það er ekki sama hvort er, Ferrari eða McLaren
Það er ekki sama hvort er kært og hver fær refsingu í F1, Ferrari eða ekki-Ferrari.
McLaren heldur áfrýjun refsingar í Búdapest til streitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.8.2007 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 16:36
Ferrari beitir öllum brögðum til að vinna, eins og vanalega
Nú liggur það fyrir að ef McLaren fær refsingu mun það að öllum líkindum færa Ferrari heimsmeistaratitilinn á silfurfati, jafnvel næsta ár líka. Þetta vita þeir hjá Ferrari og því er hringt í vin Ferrari, Max Mosley, og hann beðinn um að sýna vinum sínum þann greiða að sjá til þess að enn eina ferðina fái Ferrari forgjöf í ákvörðunum dómara FIA.
Á sama tíma bendir ekkert til þess að þau gögn sem Mike Coughlan hafði undir höndum hafi á nokkurn hátt verið notuð við hönnun McLaren bílsins.
Ég var með smá taugar til Ferrari á þessu ári því Raikkonen fór þangað en held að þær taugar séu orðnar visnar.
FIA áfrýjar njósnamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.8.2007 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)