Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.6.2009 | 15:31
Málefni einkabisness? Hverjir skapa störfin? Einkabisness
Það er alveg stórmerkilegt að fylgjast með Kommunum sýna sitt rétta afturhaldsandlit núna þessa dagana. Nýasta dæmið er Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra. Einkaframtak í heilbrigðisgeiranum er eitur í hans beinum, af því að það er svo "mikilvægur" málaflokkur (eins og t.d. matvælaframleiðsla og dreifing sé ekki mikilvæg). En hann er alveg að gleyma því að við þetta skapast störf. Fullt af þeim. Á tímum sem þjóðfélagið þarf virkilega á störfum að halda. Hvað gera einnig vinnandi hendur? Jú, borga skatta. Kaupa þjónustu og vörur. Koma meira lífi í efnahaginn. Er það ekki að sem Ögmundur er þarna að tefja með þögninni?
Ekki má heldur gleyma þarna að fyrir þessa þjónustu, eins og Salt leggur upp með, er borgað með erlendri mynt. Er það eitthvað sem Ögmundur vill ekki sjá koma? Ha?
Það er alger misskilningur ef Ögmundur heldur að hann eða aðrir kommar skapi störf. Skapi skattstofna fyrir utan nýja skatta. Nei, það er fólkið í landinu sem skapar störf, einkabisnessinn. Fyrirtækin. Það sama sem Ögmundur er að tala niður til þarna úr ræðustól Alþingis. Þetta hefur Samfyklingin, Guði sé lof, alla vega skilið.
![]() |
Þetta er bara rugl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2009 | 09:59
Gleðifréttir, ef satt reynist
Já, maður er búinn að bíða lengi eftir því að kona komist inn í Formúluna, þar sem bestu ökumenn heims keyra.
Leitaði að henni á Youtube og fyrsta video í leitinni er þetta: S.s. hún að pósa fyrir SI swimsuite.
http://www.youtube.com/watch?v=vMQ2wAVaMRA
Varð fyrir pínu vonbrigðum þarna. Staðalímyndin þarna að trufla, finnst mér. En fann svo þetta video, þar sem hún vinnur sína fyrstu keppni.
En allavega, þetta er hörkuökumaður(kona) og það verður gaman að fylgjast með henni. Og hún er heppin að Max Mosley er á útleið, annars gæti verið að hann myndi setja fyrir hana "inntökupróf". Gamli saurlífsseggur :)
![]() |
Kona í formúlu-1 á næsta ári? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2009 | 09:21
Ef jafnaðarmaður hefði stýrt Titanic
Ef skipstjóri Titanic hefði verið félagshyggjumaður/jafnaðarmaður þá hefði hann skv. hegðunar- og ákvarðanamynstri jafnaðarmanna, ekki hleypt neinum í björgunarbátana þegar skipið var að sökkva.
Já, það voru nefnilega ekki til björgunarbátar fyrir alla. Þá er það svoleiðis skv. jafnaðarmennskunni að ekki má mismuna fólki. Allir eiga að vera jafnir og hafa jafnan aðgang að björgunarbátum.
Þar sem ekki var hægt að tryggja aðgang allra að björgunarbátum þá hefði skipstjórinn komið því þannig fyrir að enginn færi neitt. Það væri ójafnræði og mismunum á farþegum. Skamm skamm. Nei, ekkert svoleiðis. Jöfnuður er ordre de jour, enginn í bátana þá.
Jafnaðarmenn eru yndislegt fólk og ég á helling af vinum sem telja sig til jafnaðarmanna. En þessi hugsunarháttur er bara algert tjón fyrir þessa annars fallegu hugsjón. Allir jafnir. Í vandræðunum og skítnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2009 | 09:16
Þetta er bara KOMMI!
Það er alveg stórmerkilegt hvað kommar á borð við Ögmund geta ekki drattast til að leyfa fólki að stunda sín viðskipti í friði. Ef skurðstofur eru ónýttar, má þá ekki skapa störf og nýta aðstöðuna til þess? Skiptir öllu að þetta sé "grunnþjónusta" og því eigi hún að vera í höndum ríkisstarfsmanna?
Eigum við að taka aðarar grunnþjónustur og spegúlera? Hvað með matarframleiðslu? Verslun með matvörur? Er það ekki grunnþjónusta? Af hverju er hún þá í höndum einkaaðila? Fjarskipti, er það ekki grunnþjónusta? Af hverju eru þá öll fjarskiptafyrirtæki fyrir almenning í höndum einkaaðila?
Eigum við að rifja aðeins upp þegar þessi þjónusta var í höndum ríkisins, þar sem "grunnþjónusta" á að vera skv. Ögmundi, þeim annars ágæta manni? Síminn átti að vera grár, með skífu og með tveggja metra snúru í vegg. Ef maður vildi lengri snúru þurfti maður helst að þekkja einhvern hjá símanum. Eða selja ömmu sína. Eða bæði. Annars var það bara eins og að draga tönn úr risa að fá svona snúru. Þetta var "grunnþjónustan" og hún er svona enn hjá ríkinu á vissum sviðum.
Nei, Ögmundur, gerðu það sem kommar gera best, haltu öllum jöfnum. Jöfnum í skítnum. Það er það sem kommar gera best. Dreifa hallæri og eymd jafnt yfir alla.
![]() |
Ögmundi stillt upp við vegg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2009 | 16:24
Þú átt við að opinberir starfsmenn missi vinnuna?
Skattaleiðin minnkar þá pressu að draga saman í opinbera kerfinu sem hefur þanist út á ljóshraða undanfarin ár. Að sjálfsögðu við formaður BSRB fara þá leið. Hin býður uppá að hans umbjóðendur missi vinnuna.
Fyndið hvað opinberir starfsmenn halda að þeir séu undanþegnir kreppunni sem hefur gert fullt fullt fullt af fólki atvinnulaust undanfarið. Sama hljóð kom úr Eiríki Jónssyni, KÍ formanni, í morgunfréttum.
En þetta er að sjálfsögðu eðlileg afstaða þessarra manna. Spurning um hvort þeir gefi eftir í kjörum til að færri missi vinnuna. Sem mér heyrist KÍ t.d. vera tregt til að gera.
![]() |
Deilt um leiðir í Karphúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 15:34
Jamm, VG missir þarna af
VG hefur sýnt það í landstjórninni að vanhæfi, vangeta er alveg jafn mikil hjá þeim og hjá hinum. Einnig sú tilhneigin að raða sínum otintotum á öll embætti og sporslur. Ætli þau syrgi það ekki mikið.
En vissulega er gleðiefni að Gunnar sé farinn (þó það sé á endanum vegna verka sem líklega voru bara gáfuleg þegar allt er skoðað, þó ólögleg séu) . Tóti framkvæmdastjóri IKEA verður allavega glaður núna. Maður þarf að kíkja á kallinn og óska honum til lukku með að Gunnar sé farinn.
![]() |
Viðhalda spillingu og eiginhagsmunapoti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 15:23
Ætli vinstri sinnuð kona verði ráðin?
![]() |
Fjórir sóttu um Útlendingastofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 12:33
Svona er að eiga góða vini: Klíkuskapur
Það er magnað að vera búinn að vera vitni að klíkuskap og sjálftöku þeirra sem hvað mest æptu hér fyrir hrunið. Í 12 ár voru Framsókn og Sjallar í stjórn og röðuðu vinum og vandamönnum í feitar stöður. Allaballar, kommar og kratar voru að sjálfsögðu brálaðir og töluðu m.a. fjálglega um "faglegar ráðningar" og þar fram eftir götunum.
Kemst svo Samfylkingin ekki í stjórn og byrjar strax að raða inn "vinum og vandamönnum" í feitar stöður. ISG raðar vinkonum sínum í Flustöðina og svo í sendiherrastöður. VG gelta áfram enda í andstöðu. Kemst svo VG ekki til valda í kringumstæðum sem þau eflaust hefðu viljað komast hjá. En hvað um það, breytir ekki því að um leið byrnar innvinklun "vina og vandamanna" og "pólitískt hliðhollra" í feitar stöður. Eru Svavar Gests og Indriði skattmann bestu kandídatar til að semja um IceSave meðan reynsluboltar í alþjóðasamningum á borð við Aðalsteinn Leifsson sitja heima og gera ekkert? Ætlar einhver að segja mér það? VG núna raðar inn hliðhollum í stöður, nefndir, embætti og þar fram eftir götunum. Nákvæmlega það sama og þau bölvuðu í sand og ösku þar til fyrir tæplega einu ári síðan.
Ragnar Reykás anyone?
Einar Karl er í Landspítalanum og fleiri feitum stöðum BARA vegna þess að hann er fyrrum aðstoðarmaður Össurar. Ekkert annað. Kallinn er úti á túni þarna, veit ekkert um spítalarekstur og er settur þarna bara svo hann þurfi ekki að þiggja atvinnuleysisbætur. Já, hann er nebblega í geira sem verður fyrstur fórnarlamb í kreppu og samdrætti, almannatengsl og auglýsingastofur.
Við skulum bara muna að þessir pólitíkusar eru allir jafn óheiðarlegir og vinagóðir þegar kemur að skipunum í stöður og embætti. Nákvæmlega sama tóbakið á hægri og vinstri vængnum.
![]() |
Einar Karl tímabundið í forsætisráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 01:44
Er Gunnar kannski á réttri leið þarna?
Ég er Sjalli. Hef alltaf verið þó ég hafi nú ekki greitt þeim mitt atkvæði í síðustu kosningum. En umfram allt hef ég haft megnustu ísmugu á Gunnari I. Birgissyni í Kópavogi, siðferðislega séð. Það gleður nærri því mitt hjarta að sjá hann núna riða til falls í Kópavogi. En hvað um það.
Ég er ekkert svo viss um að þessi kæra FME til löggunar sé gáfuleg. Því ekki var LSR að fjárfesta gáfulega skv. sinni eigin fjárfestingastefnu sem okkar frábæru "blaðamönnum" dettur ekki í hug að spyra Ögmund betur út í (sjáið áhættusæknina sem Ögumundur þóttist ekki bera neina ábyrgð á)
Aftur á móti er erfitt að sjá hvað lífeyrissjóðurinn gat fjárfest í á sínum tíma sem var öruggt.
Það viðrist vera sem að lífeyriskerfið, og lög þar um, séu sniðin utan um ríkið og ríkið eitt er kemur að öryggi. En hvað með sveitarfélög? Þetta er bara doldið rugl, finnst mér. Og það virðist vera sem að það eitt að bölva Gunnari sé undanþága frá því að rökstyðja mál sitt með haldbærum rökum.
Einn "félagið" minn, apple á Málefnunum segir svo:
"Ef svo er, að Kópavogsbær ábyrgist þennan lífeyrissjóð, þá var þetta góður leikur hjá þeim.
Því að ef allt hefði hrunið og peningarnir sem lífeyrissjóðurinn sat á hefðu gufað upp, þá hefði Kópavogsbær þurft að endurgreiða það.
En sú leið sem var farin, þ.e. að lána Kópavogsbæ peningana, sem svo aftur borgaði strax einhverjar skuldir, þá var verið að gera mjög sniðugan hlut, þ.e. Kópavogsbær tryggir sig gagnvart áfalli vegna tap lífeyrissjóðsins.
Einsog þið vitið þá hverfa skuldirnar ekki í svona hruni þó innistæðurnar geti gert það. Með því að fá lán hjá lífeyrissjóðnum náði Kópavogsbær að grynnka á skuldum sínum.
Hefði Kópavogsbær og Lífeyrissjóðurinn ekki gert þetta, og allt hefði farið á versta veg, þá hefði Kópavogsbær skuldað jafnmikið, og Lífeyrissjóðurinn með tap sem Kópavogsbær þyrfti að bæta. Þannig að Kópavogsbær var þarna í raun og veru að nýta sér lífeyrissjóðinn til að koma í veg fyrir að áfall.
Good move."
Þetta er bara alveg rétt, finnst mér. Þarna er bærinn, og lífeyrissjóðurinn, að dreifa áhættunni.
Hvað sem fólki þykir um Gunnar (mér finnst hann hundeiðinlegt spillingarsvín), þá virðist sem svo að þarna hafi hann virkilega verið að gera rétt. En gallinn er, það stangast á við landslög (það eina "rétta" sem hægt er að fjárfesta í er ríkisskuldabréf) og því er kært. Hmmmmmm, er það þá allt í góðu?
Ef eitthvað hefur læst þessi síðustu misseri þá er það það að spyrja spurninga. Erfiðra spurninga.
![]() |
Sjóðsbjörgun kærunnar virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 16:59
Alvarlegum lagabrotum?
Þetta er snilld. Aðkoma FIA að Formúlunni sl. 2-3 ár hefur verið alger brandari. Stórar grundvallareglubreytingar tíðar og án aðvörunar. Nú fyrir þetta tímabil gaf FIA út breytingar t.d. um breytt fyrirkomulag um stigatalningu til heimsmeistara ~3 dögum fyrir fyrsta mót. Algerlega tjónað!!!
Þessar tíðu reglubreytingar og fyrirkomulagsbreytingar gerir það að verkum að liðin eru alltaf að búa til nýja bíla og íhluti upp á nýtt og henda fyrri hönnun og vinnu vegna breytinganna. Þetta eitt og sér er mikill kostnaður fyrir liðin.
Þessi hringlandaháttur FIA hefur skemmt mikið fyrir íþróttinni fyrir utan allar kærurnar og ruglið í úrskurðum FIA þeirra vegna. FIA hefur eitt og sér gert það að verkum að ég er ekki með fráhvarfseinkenni þó ég missi af einni og einni keppni.
Fari þeir bara og veri þessir menn sem vilja öllu ráða en hafa lítilla hagsmuna annars að gæta. Max Mosley getur kannski núna fengið nógan tíma til að láta konur glaðar dominera sig og veita sér annað yndi.
![]() |
FIA í mál við FOTA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |