23.3.2007 | 13:15
Voodoo hagfræði
Hvað ætli þeir finni til núna til að lita niðurstöðurnar auðvaldinu í óhag? Þessi "virðulega" stofnun? Með alla þessa "ópólitísku" prófessora.
Það er þessari könnun þó til trausts að þarna eru tveir hagsmunaaðilar, ASÍ og SFF. Kúnninn kannski fær Hagfræðistofnun til að sleppa öllum voodoo hagfræðitöktum.
![]() |
Samanburður á kostnaði og þjónustugjöldum banka og sparisjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2007 | 12:42
Jesús, María, Jósef og Tom Cruise hvað hún er stór
Mér varð það á að líta til hliðar akkúrat þegar vélin fór fram hjá vinnustað mínum og sá hana ansi vel. OG HVAÐ HÚN ER STÓR! Váááááááá. Og miðað við stærð virkaði flughraðinn eins og hún rétt silaðist áfram, haldið uppi af einhverju kraftaverki.
Það sem vakti athygli mína einnig að enginn hávaði barst frá vélinni. Það heyrðust akkúrat engar drunur eða hljóð yfir höfuð. Man ég þá tíð að maður gat varla talað saman á jörðu niðri ef flugvél flaug yfir í 33.0000 feta hæð. Núna flýgur hún yfir í tveggja metra hæð án hljóðs.
Hei, nýtt slagorð í Kók auglýsingu. Stærsta flugvél í heimi með ZERO hljóði. Nei, virkar ekki, vantar alla karlrembu í þetta.
![]() |
Stærsta farþegaþota í heimi yfir Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2007 | 13:43
Winamp Remote beta er ekki að virka
Jæja, ég ætlaði að reyna að prófa að nýja fídusinn í Winamp sem heitir Winamp Remote. Hann er þannig að það er sett upp forrit (server) á þeirri vél sem hýsir allt stafræna tónlistarsafnið mitt. Síðan er þetta forrit í gangi og indexar alla tónlistina mína. Síðan fer ég á vefsíðu Winamp remote, logga mig inn og í gegnum það viðmót hef ég aðgang að tónlistinni á tölvunni minni.
Ég s.s. setti upp Winamp remote á serverinn minn og ætlaði að tengjast þessu safni mínu úr vinnunni. Remotaði mig inn á serverinn minn og fylgdist með örgjörvanum og nettraffík í gegnum task manager.
Það er skemmst frá því að segja að örgjörvinn fór í botn, og hélst í botni, og ekki náði ég neinu sambandi af viti. Þetta s.s. virkaði ekki. Ekki nema von að þetta sé beta.
15.3.2007 | 10:50
Lýðræði handa völdum sumum
Þetta eru hreint ótrúlegar fréttir. Andstæðingar stækkunar fara miklum og láta móðann mása um hvað þessar kosningar eru nú rosa lýðræðislegar. En svo þegar kemur að því að halda málfund um stækkunina, þar sem kostir og gallar eru ræddir, þá er samtökum sem vilja stækkun, neitað um að koma. Vegna mótmæla þeirra sem eru á móti stækkun.
Þetta eru ömurlegar, ömurlegar fréttir, og þeir sem standa fyrir því að Hag Hafnfirðinga var neitað þátttöku standa eftir sem skríbentar og ömurlegir karakterar.
Hagur Hafnarfjarðar mótmælir þessu að sjálfsögðu. Nú væri ekki úr vegi að vita hverjir það voru nákvæmlega sem stóðu fyrir þessu lýðræðisníði.
Svo ég vitni í Salman Rushdie: "Ef þú ert ekki tilbúin til að verja það sem þér finnst óviðeigandi, þá trúir þú ekki á málfrelsi. Þá trúir þú bara á málfrelsi þeirra sem þú ert sammála og eru sammála þér".
![]() |
Fundi um íbúakosningu í Hafnarfirði frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2007 | 12:15
Hvernig á að dansa á árshátíðum
Í tilefni af því að árshátíð Kaupþings verður núna á laugardaginn er vert að benda á ágætis danskennslu sem mér var að berast. Fínar hreyfingar sem hægt er að læra og koma sér vel fyrir svona þumbara eins og mig sem kann ekkert að dansa.
Þarna er að finna hin klassísku dansspor á borð við "hjólapumpuna", "mjólka kúnna", "borðtennis" og "Chernobyl barnið".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 09:53
I'm a Redneck - giftur frænku minni.
Ég verð að setja eins og er að mér finnst alltaf jafn gaman að því að skoða hvernig við Elsa, eiginkona mín, erum skild. Mér líður eins og innræktuðum redneck þegar mér verður ljóst að við erum sjömenningar og bara nokkuð skild.
Hér að neðan er tafla sem við settum upp á tjald með myndvarpa í brúðkaupinu okkar, svona til gamans :) Þetta á víst um alla Íslendinga sem eru fæddir hér og uppaldir þannig að mér líður ekki svo illa yfir þessu.
|
|
Heimild: Íslendingabók.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007 | 16:13
Tölvuníðingar
Nú er búið að búa til orð eins og tölvuþrjótar, tölvuglæpir og einelti á netinu. Ég var að keyra heim um daginn og datt í hug hvort búið væri að skilgreina tölvuníðinga.
Tölvuníðingur er maður/kona sem beitir tölvu á níðingslegan hátt gegn tölvunni sjálfri. Það sem tölvuníðingur gerir er að:
- Keyra forrit þar sem örgjörvinn fer í 100% í langann tíma til að sjá hvort tölvan svitni eða emji undan álaginu. Þeir verstu gera þetta á sama tíma og þeir over-clocka örgjörvann.
- Hellir vökva yfir tölvuna til að láta reyna á hvort hún brenni yfir eða ekki.
- Stingur hlutum, öðrum en geisladiskum, í geisladrifið, til að sjá hvað gerist.
- Sparkar og slær í tölvuna og jaðartæki til að sjá hvort eitthvað bili.
- Over-klokkar örgjörvann að staðaldri.
- Beitir tölvunni almennt á máta sem er ekki gott fyrir vélbúnaðinn og getur líklega orsakað eyðileggingu vélarinnar.
Nú þurfa bara vandamálasérfræðingar að skilgreina sjúkdóm sem heitir "tölvuníðingsheilkenni" og flokka fólk í þann hóp, sem og stofna stuðningshóp fyrir TA.
Tölvuníðingar anonymous.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 10:21
Sorglegt gleðiefni
Þetta minnir óþægilega á æskuár mín í grunnskóla, þar sem endalaust var hlaupið á eftir tossunum, nógur tími handa þeim, en við hin sem áttum auðvelt með að læra þurftum að láta okkur leiðast í biðinni á meðan. Algjör metnaðarkiller og sósíalismi. Jöfn dreifing á meðalmennskunni.
![]() |
Um 20% nemenda í 10. bekk grunnskóla stunda einnig nám á framhaldsskólastigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2007 | 17:36
Þetta getur komið fyrir alla

![]() |
Gerðu óvart innrás í Liechtenstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2007 | 08:01
Eðlileg niðurstaða
Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las frávísunarkröfu lögmanna forstjóranna á sínum tíma. Rök þeirra fyrir frávísun voru svo sterk að sú niðurstaða að verða af kröfu þeirra kom mér alls ekki á óvart.
Ekki einungis er búið að dæma í málinu nú þegar heldur virðist ekki vera nokkur lögfræðileg stoð í að kæra einstaklinga í þessu máli. Lögin voru bara gloppótt til að byrja með hvað þetta varðar. Það er mín trú að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum, og það þýðir að hrappar á borð við Kidda Glæp eiga ekki að líða fyrir það að almenningur vill sjá hann á bak við rimmla. Ef málið er ónýtt og andvana fætt ber að vísa því frá. Simple as that.
Nú stendur til að laga lögin hvað þetta varðar og er það vel. Einnig væri þess óskandi að löggjafinn vandaði meira til verksins en í þessum lögum.
Ég fékk mér Dælulykli Atlantsolíu um leið og þeir komu og hef ekki verslað hjá olíufélögunum síðan, nema þegar ég kemst ekki hjá því eins og á hringveginum. Það er vonandi að það fólk sem í þessari könnun vill sjá þá forstjóranna svitna, geri slíkt hið sama. Láta þá finna fyrir því þar sem þeim svíður sárast, í afkomutölum ársreikninga. Stórir eldsneytisnotendur sem olíufélögin sviku og féflettu ættu líka að snúa sér til Atlantsolíu.
![]() |
Mikil óánægja með frávísun í máli forstjóra olíufélaganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)