Lýðræði handa völdum sumum

Þetta eru hreint ótrúlegar fréttir. Andstæðingar stækkunar fara miklum og láta móðann mása um hvað þessar kosningar eru nú rosa lýðræðislegar. En svo þegar kemur að því að halda málfund um stækkunina, þar sem kostir og gallar eru ræddir, þá er samtökum sem vilja stækkun, neitað um að koma. Vegna mótmæla þeirra sem eru á móti stækkun.

Þetta eru ömurlegar, ömurlegar fréttir, og þeir sem standa fyrir því að Hag Hafnfirðinga var neitað þátttöku standa eftir sem skríbentar og ömurlegir karakterar.

Hagur Hafnarfjarðar mótmælir þessu að sjálfsögðu. Nú væri ekki úr vegi að vita hverjir það voru nákvæmlega sem stóðu fyrir þessu lýðræðisníði. 

Svo ég vitni í Salman Rushdie: "Ef þú ert ekki tilbúin til að verja það sem þér finnst óviðeigandi, þá trúir þú ekki á málfrelsi. Þá trúir þú bara á málfrelsi þeirra sem þú ert sammála og eru sammála þér".


mbl.is Fundi um íbúakosningu í Hafnarfirði frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband