26.6.2008 | 22:49
Við Bríet fórum á leikinn
Mér áskotnaðist tveir miðar á þennan leik, í boði Ólínu Viðars í gegnum Sigrúnu mágkonu, og eftir framistöðu liðsins gegn Slóveníu datt mér ekki í hug annað en að mæta með dótturina með mér. Hún hafði heyrt af fræknum sigri stelpnanna okkar á Slóvenum og þótti því mikið til koma að fara á leikinn.
Sem sagt, við feðginin fórum saman á landsliðsleik, ásamt bróðurdóttur Elsu minnar, Valborgu Sunnu. Og þvílíkur leikur!
Stelpurnar eru algerlega frábærar. Þær yfirspiluðu Grikki svo rosalega í dag að það var aldrei spurning frá fyrstu mínútum hvor myndi vinna, heldur bara hversu mikið burstið yrði.
Satt best að segja þá hef ég aldrei í raun séð leik liðsins fyrr en nú, maður sér bara mörkin í fréttunum. En það sem eftir situr eftir daginn, varðandi leik liðsins, er hversu mikið sterkari, kvikari, sneggri og betur spilandi sem lið þær voru en Grikkir. Mikið um fallegar sendingar, fallegt og skemmtilegt "spur of the moment" samspil, góð boltafærni, mikil pressa út um allan völl, mikil vinna, og þær klára sóknirnar vel. Og það voru bara grískar stúlkur sem þurfti að sinna af sjúkraþjálfum í dag, okkar stelpur voru það mikið sterkari og harðari í leiknum. Þetta lið er algerlega frábært!!!! Og ekki skemmdi rífandi stemmningin.
Bríet var með málaðan fána á kinnina og þótti mjög gaman á leiknum. Hún hélt í mig allan leikinn og fylgdist með leiknum. Mér þótti þessi dagur á vellinum frábær, sætur sigur hjá frábæru liði og horft á með dótturinni, frumburðinum.
![]() |
Yfirburðasigur á Grikkjum, 7:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 12:46
Mun þessi skóli taka á jafnrétti eða bara kvennréttindum?
Það hefur verið stefna og einkenni jafnréttisumræðunnar að þegar hún fer af stað í öllu sínu veldi er bara talað um eina hlið jafnréttis, þ.e. laun og stöður kvenna, eða frekar hvernig hallar á konur í þeim málaflokki. Lítið hefur farið fyrir hinni hliðinni sem hallar á okkur karlmenn, sifjamál.
Nú nýverið kom berlega í ljós hversu afskaplega lítill vilji er á meðal forkólfa jafnréttismála til að bæta úr þessum málum. Kristín Ástgeirsdóttir sagði óbeinum orðum í viðtali við Fréttablaðið að lítið sem ekkert yrði gert í þessu þegar hún tók við sínu starfi. Femínistafélagið hefur gert akkúrat ekkert í þessum málum, og einn af háværustu femínistum landsins, Kolbrún Halldórsdóttir, fór vægast sagt miður réttlátum orðum (pdf) um Félag áhugafólks um Foreldrajafnrétti (eina félagið á landinu sem hefur yfirlýsta stefnu að bæta hag forræðislausra foreldra) á Alþingi nú nýverið.
Bara svona til að fólk skilji hversu stórtjónaður samanburður á tölfræðinni er, þegar jafnrétti kynjanna ber á góma, og þau mál sem varða hvort kynið fyrir sig. Kannanir og rannsóknir sýna að kynbundin launamunur sé á milli 12%-16%, þ.e. munur sem er ekki útskýrður með öðru en kyni, þegar tillit hefur verið tekið til allra þátta. Á svipuðum tíma hefur Jóhanna Sigurðardóttir sagt í ræðu að "Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var fjöldi skilnaðarbarna hér á landi á síðast liðnu ári tæplega 1.200. Á árabilinu 19972006 eru alls um 17.800 börn skráð sem skilnaðarbörn hjá Hagstofu Íslands. Þar af bjuggu 739 hjá körlum og 17.066 hjá konum. Þetta eru athyglisverðar tölur svo ekki sé meira sagt." Sem sagt, 4,2% á móti 95,8%, konum í vil.
Ég hlakka til að sjá áherslurnar hjá þessum skóla. Og vona að hann geri það sem fáar stofnanir og félög hafa gert hingað til, sem hafa verið stofnuð utan um jafnrétti, og það er að taka báðar hliðar af kostgæfni og metnaði, ekki bara aðra. Ef ekki, þá verður þetta bara enn eitt kvennrembusetrið í faglegum fötum og með faglega titla.
![]() |
Skrifað undir samkomulag um jafnréttisskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 15:11
Skitið upp á bak án atrennu
En nei. Fólki er hleypt inn á svæðið, tekinn lítill tími í að leita að leiðum til úrlausna.
Það kemur í ljós þegar á reynir, hef ég margoft sagt, úr hverju menn eru gerðir. Það er því nokkuð ljóst hvaða meðferð jaðartilvik náttúrulífsins fá fyrir norðan. Skitið upp á bak án atrennu. Og í beinni.
Ég er svo fúll yfir þessum endalokum að ég á bara ekki orð. Lýsi frati á þá sem stýrðu þessu.
Og umhverfisráðherra, var það ekki hún sem tók endanlegu ákvörðunina? Hver stýrði þessu klúðri eiginlega? Löggan? Magnaður andskoti.
![]() |
Hefði átt að loka veginum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2008 | 07:38
Bríet á afmæli í dag, 6 ára hún dóttla mín
[Þessi færlsa átti að birtast í gær, 2. júní, en gerði það ekki.]
Hún Bríet mín á afmæli í dag. Sex ár eru liðin síðan hún leit ljós þessa heims fyrst augum og gæddi okkur foreldra hennar nýju ljósi. Nú er hún að klára leikskólann og byrjar í grunnskóla í haust.
Ja, hvað tíminn flýgur...
En hvað um það, innilega til hamingju með daginn, elsku Bríet mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)