26.5.2008 | 08:07
Auđvitađ ekki, ţetta er Ferrari
Annars var Sutil alveg frábćr í ţessari keppni. Raikkonen má skammast sín fyrir ađ eyđileggja ţetta fyrir honum međ fádćma klaufaskap. En hefđi ţessu veriđ öđruvísi háttađ, Sutil keyrt aftan á Ferrari, ţá hefđi hann sko fengiđ refsingu, ţađ eru hreinar línur. Ţađ má ekki styggja ţessa eigendur FIA.
![]() |
Ađhafast ekki gegn Räikkönen |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2008 | 17:06
Köflótt nótt hjá okkur feđgum
Viđ Ţengill áttum nokkuđ köflótta nótt núna nóttina sl. Ţengill sofnađi í bílnum hjá mömmu sinni í gćrkvöldi fyrir kl. 7 og ég hélt á honum í rúmiđ sitt. Svo vaknađi kútur rétt eftir miđnćtti en var ósköp rólegur, engin lćti heldur heyrđi ég rétt svo ţruskiđ í herberinu hans, bak viđ luktar dyr.
Ég gaf honum vatn ađ drekka, lagđi hann aftur í rúmiđ, náđi í sćngina mína og lagđist hjá honum. Hann var mjög duglegur ađ reyna ađ sofna en ekki var svefninn ađ flýta sér hjá honum. Ţađ endađi ţó á ţví ađ viđ sofnuđum báđir, hann í rúminu sínu, ég á gólfinu međ sćng sem yfirbreiđu og dýnu.
Ég vaknađi svo aftur kl. 5 og skrölti skakkur og skćldur í rúmiđ okkar Elsu. Gólf er ekki gott til ađ sofa á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 13:19
Ţađ sem R-listinn mátti má Ólafur ekki. Hrćsni? ÓJá.
Fjölmiđlar og í borgarstjórn fer núna hamförum yfir ráđningu Jakobs Frímanns Ármannssonar. Kristín Einarsdóttir, fyrrum ţingmađur Kvennalistans og vinkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, var ráđin sem miđborgarstjóri međ nákvćmlega sömu ađferđ fyrir nokkrum árum síđan. Og var greinilega međ sömu kjör.
Ekki fór Dagur B. og co í minnihluta borgarstjórnar né fjölmiđlar hamförum ţá. Neeeiiii. Allt í sóma í Oklahóma ef vinstra liđiđ rćđur vini sína á jötuna án auglýsinga. Ţví má bćta viđ ađ Kristín Einarsdóttir var fyrsti miđborgarstjórinn.
![]() |
Fagnar ráđningu Jakobs Frímanns |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 10:01
Ţetta kallar mađur ađ breyta innan frá!
Ég hef lengi haft mikiđ dálćti á Stefáni Pálssyni og haft óskaplega gaman af ţví ađ hlusta á hann og lesa skrifin. Og já, ţetta er undarlegt, ţví ég er harđur Sjalli og frv. atvinnuhermađur. Ég er oft á tíđum sammála Stefáni enda er hann mjög duglegur ađ tjá sig um alls kyns mannréttindamál og réttlćti almennt.
En ţađ sem ég dáist hvađ mest af í fari hans eru heilindi hans og alger trú og stađfesta í sínum málum. Og núna ćtlar hann ađ láta á ţađ reyna ađ vinna ađ hugđarefni sínu, friđi, innan frá í stjórnsýslunni. Bravó!!! Ţetta er alger snilldarhugmynd hjá Stefáni.
Um daginn gerđist ţađ ađ Björgólfur Thorsteinsson, formađur Landverndar, ákvađ ađ taka ekki sćti í stjórn Landsvirkjunnar, vegna óánćgju međal ađila innan Landsverndar. Ţetta ţótti mér alveg óskaplega heimskuleg niđurstađa, ţví hvar er betra ađ koma fram áherslubreytingum í umhverfisverndarátt hjá Landsvirkjun en einmitt í bćli dýrsins, í stjórn? Ţetta var svona álíka heimskulegt og ţegar lćknir segir ađ ađgerđ hefđi heppnast en sjúklingurinn hefđi látist.
Nú ćtlar Stefán ađ taka rétta vinkilinn á ţetta og vinna ađ breytingum í utanríkismálum skv. hugsjónum sínum, innanfrá, ţar sem hann getur svo sannarlega haft áhrif.
Og ég man enn ţann dag sem ég sagđi viđ sjálfan mig: "ţetta er sko stađfastur náungi sem gefst ekki upp, glćsilegt". Ţađ var fyrir nokkrum árum ađ herskip kom hér til Íslands og fréttastofa RÚV fann Stefán, einan međ mótmćlaskilti, niđri á höfn. Hann var ţarna aleinn, ađ mótmćla komu skipsins, og stóđ sína pligt í 2-3 tíma.
Ţetta heitir ađ missa ekki sjónar af sínum hugsjónum eina einustu mínútu, og fara alla leiđ!
![]() |
Formađur SHA sćkir um forstjórastarf Varnarmálastofu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)