Jafnaðarstefnan í hnotskurn...

...að jafna sem flesta. Niður á við. Allir jafnir niðri, lægsti samnefnarinn stýrir ferð. Það er ekki meiningin, en endar samt svoleiðis. Það má líta á kjör í socialistatilraunum á borð við Sovétríkin sem sönnun þessa.

 Winston Churchill sagði. "The inherent vice of capitalism is the unequal sharing of blessings; the inherent virtue of socialism is the equal sharing of misery".

Þetta virðist því miður vera raunstefnan. 


mbl.is Laun 22 forstjóra lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur á sjóinn og í iðnaðinn.

Hvernig væri að Jafnréttisráð færi að kíkja á aðrar áherslur líka en bara menntasnobbsstöður og titla? Hvað með að hvetja konur til að taka þátt í starfsgreinum sem hingað til hafa verið domineraðar af karlmönnum? Fara á sjóinn, byggja hús, fara í tæknigeirann, iðnað?

Viðskiptaráðherra segir í dag í grein í mogganum að hluti af hruninu hafi verið einsleitni stjórnenda. Það er örugglega ýmislegt til í því. Alveg eins og það er ýmislegt til í því að launamisrétti í öllum stéttum á sér mikla orsök í einsleitni, t.d. kynjahlutföllum.

Annars leiðist mér að persónugera svona helming landsmanna.... Fólk er jafn misjafnt og það er margt. 


mbl.is Brýna viðskiptalífið til aðgerða í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótæk rök skarpgreindrar konu

Ad Hominem heitir aðferð við rökræður. Þar er ráðist beint á persónuna, ekki málefnið. Þetta er oft síðasta haldreipi rökþrota einstaklinga sem eru komnir út í horn í rökræðum.

Þarna er nokkurn vegin sama aðferð á ferðinni. Gagnrýni blásið í burt með því að spyrða hana við ankannlega karlrembu, ranglega. Hún er sem sé að segja að gagrýnin eigi sér enga réttlætingu ein og sér og sé bara sprottin upp vegna fordóma og kreddu.

Maður á bara ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa vanþóknun sinni á svona rökfærslu. Svona rök notaði Davíð Oddsson stundum sem og aðrir sem vildu komast hjá því að svara óþægilegum spurningum. Ég hélt af einhverjum ástæðum að Silja Bára væri yfir slíkt hafin.

Tilvitnun: "Þessi umræða er að mínu mati lítið annað en moldviðri til að draga úr því að ung kona, Sóley Tómasdóttir, alkunnur róttækur femínisti, hafi lagt miðaldra mann að velli í keppni um oddvitasætið í forvali ríkisstjórnarflokks. Slíkt á auðvitað ekki að líðast."

Þetta skrifar Silja Bára á bloggi sínu á Eyjunni. Silja Bára er skarpgreind kona og skelegg sem ég hef oft heyrt fjalla um ýmis mál. Því kemur þetta heilaprump (e. brainfart) mér gersamlega á óvart. Þetta heitir að tala niður til fólks, sýna þeim vissa fyrirlitningu, og slíkt ætti Silja Bára ekki að sýna af sér.


mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley má; Sturla Bö má ekki

Fyrir nokkrum árum voru nokkrir stuðningsmenn Sturlu Böðvarssonar, Sjálfstæðismann og þá samgönguráðherra, böstaðir við að fara með kjörkassa milli staða og láta fólk þar kjósa. Þetta komst upp, Sjallar og Sturla fengu (réttilega) bágt fyrir og sérstaklega voru álitsgjafar hlyntir vinstri kantinum harðorðir. Orð eins og spilling og siðleysi komu upp í umræðunni all oft.

Núna kemur þetta mál Sóleyjar og hennar stuðningsmanna(kvenna?) upp. Neiii, þá er allt bara í stakasta lagi. Smá bragðmunur á þessu frá því sem Sturla og co voru að gera en í grunninn það sama.  Smala atkvæðum handvirkt fyrir utan kjörstað.

Og það heyrist ekki múkk í þeim hræsnurum sem ofbauð framferði Sturlu og co.

Þannig að það má draga þá ályktun að það er ekki sama hver er sem svindlar og ber sig óheiðarlega að. Þannig að það er í raun persónan sem skiptir máli, og í hvaða flokki hún er, en ekki gjörningurinn sjálfur. 

Það besta er þó að skv. Fréttablaðinu var lektor einn í HÍ í stjórnmálafræði, Silja Bára, sem var úti á örkinni að smala atkvæðum með þessum hætti. Lektor í stjórnmálafræði. Þetta er bara fyndið :) 


mbl.is Úrslit í forvali VG óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðan óvinurinn er að gera mistök....

...ekki leiðrétta hann né stöðva.

Eitthvað álíka sagði Sun Tzu fyrir 2.500 árum og eitthvað álíka hugsaði ég þegar ég sá að Sóley Tómasar ætlaði í fyrsta sætið. Ég var eiginlega viss um að hún myndi vinna, þá. Og nú vinnur hún. Og maður eiginlega ætti að fagnað því að atkvæðafæla hafi unnið.

En samt. Nei. Stjórnmál eiga ekki að vera um endalausan slag. Þau eiga að vera um málefni, samstarf. Góða vinnu fyrir borgarana. Og því miður óttast ég að þessi niðurstaða þýði að öfgarnar séu farnar að ná yfirhöndinni í VG. Og þetta skaðar málstað hógfærari radda innan VG og verður þeim til skaða.

Nú er Svandís Svavars nýbúinn að taka 2-3% af hagvexti næstu 1-2 árin og tryggja áframhaldandi atvinnuleysi. Steingrímur ber ábyrgð á því að Icesave samningurinn er klúður frá a-ö eins og Kristrún Heimisdóttir skrifaði um og hefur reyndar verið borðleggjandi í nokkurn tíma.

Þetta eru ekki smáatrðið, þetta eru stórmál. Og nú er enn einn málsvari VG afturhaldsöfgahyggjuarmsins (ekki hins hógværa) að fara að leiða VG í borginni. Ekki gott mál.

Ætli henni takist að rústa hag borgarinnar þegar hún kemst til valda (allar tölur hallast að því) eins og Svandísi og Steingrími hefur saman tekist að valda skaða sem er verri en tárum taki?

Steingrímur hefur reyndar staðið sig ágætlega fyrir utan Icesave. Og það er bara svo roooosalega stórt klúður. Álíka mikið klúður og andvaraleysi og aðgerðaleysi Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins. 


mbl.is Sóley sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Svandís...

...fyrir enn eitt sjálfsmark þessarar ríkisstjórnar.
mbl.is Landsvirkjun frestar viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg ummæli yfirmanns efnahagsbrotadeildar

Helgi Magnús Gunnarsson segir, skv. fréttinni, eftirfarandi: "Þeir virðast hafa gert sér far um að halda sig formlega innan ramma laganna, en við erum á þeirri skoðun að svo hafi ekki verið".

Maður verður hálf hvummsa við að lesa svona. Annað hvort eru hlutirnir löglegir eða ekki. Ef viðskiptin eru innan ramma laganna eru þau lögleg. Þetta er ekki flókið. Ef menn vilja gera hlutina ólöglega þar sem verið er að nýta glufur í lögunum, þá þurfa þeir bara að breyta lögunum og núllstilla mælana.

Nú er búið að dæma þessa menn sem brotamenn af almenningsálitinu, nöfnum lekið út og umfjöllun um þessi brot ansi undarleg (t.d. miðað við að grunaðir eru aldrei nafngreindir í morðmálum né nauðgunarmálum). Þá fer maður að spyrja sig hvort einhvað undarlegt sé í gangi hér. "Brotin" virðist lögleg að mati lögreglu en samt er búið að ákæra, rétta, dæma og taka af lífi í almenningsálitsdómi. Þ.e. ef einhver fótur er fyrir orðum Helga, að þeir grunuðu hafi í raun verið innan ramma laganna.

Furðulegt mál. 


mbl.is Ekki málamyndaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband