Ekki nýjar upplýsingar

Ég horfði á heimildamynd umAuschwitz um daginn þar sem ágætlega var farið út í þessa hlið útrýmingabúðanna. Mannlegri grimmd á þessum stöðum virðist ekki hafa verið nein takmörk sett.

Þetta minnir mig á texta sem var í inngangi myndarinnar Runaway train. Þar stóð nokkur veginn orðrétt:

"No animal is so cruel that it feels no pity. I feel none so therefore I am not an animal. "

Að lesa um svona meðferð manna af hálfu Þjóðverja og Japana (sem voru einnig einstaklega viðbjóðslegir í stríðinu) kemur manni bara í uppnám.
mbl.is Nasistar ráku vændishús í fangabúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Já thetta er vidbjódur! Mannvonskan er engu lík.

Sporðdrekinn, 18.8.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mannskepnan er grimmasta dýr jarðarinnar. Þess vegna þarf að kenna siðfræði. Hræðilegt að skuli vera farið svona með lifandi verur. Það eru því miður stríð í heiminum ennþá með hryllilegum meðferðum saklauss fólks.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.8.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Baldur Blöndal

"Mannskepnan er grimmasta dýr jarðarinnar."

Hóst.

Baldur Blöndal, 19.8.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Nokkuð rétt að þetta sé gömul frétt... enda vita flestir um þessar svokölluðu ,,Joy Division'' enn ekki vissi ég að vændi hafi verið notað til að auka afkastagetu fanga. 

annars hef ég alltaf talið að eðlilegir menn hefðu átt að næra þrælanna sína ef þeir ætluðu að fá þá til að vinna, enn gæti verið að það hafi klikkað útaf linnulausum loftárásum bandamanna, og þegar ekki er til nægur matur handa þegnunum þá verði fangar að sitja á hakanum.  Það er bara fráleitt að ætla að svelta menn til dauða og láta þá vinna á sama tíma. 

Hugsunarháttur manna á þessum tíma var mjög ólíkur því sem við erum vön í dag, eru dæmi að þegar rauði herinn nálgaðist reyndu flestar konur að flýja, eða dulbúast sem kallar.  Í einhverri heimildarmynd var tekið viðtal við dóttur einnar konu sem ekki var góð í að dulbúast og mátti hún upplifa að vera nauðgað 20-30 sinnum á dag af sovíetmönnum.  Sama var oft á teningum hjá bandamönnum, enn í Franska hernum var einn hersveit frá Algeríu að mig minnir sem þurfti að draga úr Ítalíu og senda aftur til Afríku útaf nauðgunum og drápum á Ítölskum borgurum. 

Auðvitað má geta þess að flestir Japönsku ,,vísindamannana'' í Unit 731  fengu sakauppgjöf fyrir hræðilega glæpi sína í skiptum fyrir að láta bandaríkjamenn frá rannsóknargögnin.  Bandaríkjamenn þurftu greinilega að halda á gögnum um hvað gerðist ef maginn væri fjarlægður úr manni og tengt beint milli garna og koks og hve lengi menn gátu lifað ef hendir upp á hvolfi. 

Arngrímur Stefánsson, 19.8.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband