Svipuð tíðindi og af heimilisofbeldi.

Í jafnréttisumræðunni í dag er ávalt orðum hagað þannig að gefið er sterklega í skyn að aðeins karlar beiti ofbeldi og þá gegn mökum sínum og börnum. Fjöldi rannsókna sýnir að slíkt er alls ekki rétt (1, 2, 3).  Reyndar sýna 282 akademískra rannsókna, með þýði upp á rúmlega 200.000 manns, að sé ofbeldi í sambandi á annað borð þá séu konur jafn líklegar og karlar til að beita ofbeldi, jafnvel líklegri 2).

Um þessar staðreyndir er algerlega þagað af þeim er fjalla hvað mest um heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi.

Við verðum að hætta að ræða um heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum með þessum hætti. Ekki einungis myndast þarna sterk staðalímynd gegn körlum heldur verður hluti ofbeldisvandamálsins falið vandamál ef vissir aðilar vilja ekkert um þann vanda ræða.

Sterk skilaboð í þessa veru má m.a. finna í svokallaðri Kynjungabók (4) (bls. 35). Riti sem femínistar ritstýrðu, m.a. framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, og fjallar einvörðungu um heimilisofbeldi frá því sjónarhorni að karlar séu gerendur (nær engöngu) og konur þolendur.

Heimildir:

1) Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis

2) REFERENCES EXAMINING ASSAULTS BY WOMEN ON THEIR SPOUSES OR MALE PARTNERS:  AN ANNOTATED BIBLIOGRAPHY 

3) Men Suffer Domestic Violence, Too

4) Kynjungabók (pdf)


mbl.is Fleiri mæður beita ofbeldi en feður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill oft gleymast að konur eru líka menn

DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 13:16

2 identicon

Góðar pælingar.

En þess má geta að karlar eru miklu síður líklegir að viðurkenna að þeir séu fórnarlömb heimilisofbeldis því það stríðir gegn þeirri staðalímynd sem ríkir um hlutverk karla og kvenna. Það er líka mjög ólíklegt að karlar leiti sér hjálpar vegna ofbeldis. Þess vegna viðhelst þessi hugmynd að karlar eru gerendur og konur þolendur þegar kemur að heimilisofbeldi og ofbeldi á börnum. 

Nemi (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband