Jón, séra Jón og $Jón

Jæja, þá er það komið á hreint. Dómari er búinn að komast að niðurstöðu í málinu, nú loksins þegar þetta helv. mál kemst í efnislega meðferð eftir góðar hártoganir á öllum smáatriðum sem fundist hafa hingað til.

Mér er alveg skítsama hvaða álit dómarinn hefur á málatilbúnaðinum. Hann á að sjá til þess að saksóknari geti rekið málið sem og hann á að gæta þess að ákærðu fái rúm til að verjast vel.

Það á greinilega ekki að gefa saksóknara neitt svigrúm núna. Nú verður gaman að sjá hvort að verjendur verði stoppaðir af líka ef þeir draga hluti á langinn.

Svo segja menn að það sé ekki komið tvöfalt dómskerfi hér á landi? Ætli Lalli Johns hefði fengið svona vernd frá dómara fyrir spurningum saksóknara?

En ég sé að það er að rofa til, veðrið er að skána. Dómarinn hlýtur að hafa verið of seinn í golf. Best að stoppa saksóknara í miðri spurningu, eins kurteist og það er, og drífa sig út á völl á meðan bjart er.


mbl.is Dómari stöðvaði skýrslutöku saksóknara í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu innmúraður og innvígður eða hefurðu bara svona öfluga réttlætistilfinningu?

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband