Á þessu hef ég megnan viðbjóð

Sú afstaða Skattmann, og hans yfirboðara, fjármálaráðherra, að fé annarra sé fé skattmanns er sú afstaða sem veldur því að ég fæ velgju þegar ég hugsa um Skattmann. Hann er ekkert annað en ótýndur þjófur ef hann hagar sér eins og minnst er á í fréttinni.

Fréttist af fólki sem á eignir. Eignir sem eru komnar til með tekjum og ávöxtun þeirra tekna. Skattar og skyldur hafa verið borgaðar af öllum slíkum eignum og tekjum, ef ekki er um svart fé að ræða.

Og á nú að setja enn meiri álögur þar á? Þjófur er bara þjófur. Og það er það sem Skattmann, með sinn skjaldborgarsvein, Indriða, sér við hlið er núna að stunda, þjófnað. Sér fé sem hann ásælist og nær í það með því að beita fyrir sig lögum og reglum ríkisins. Þeir eru ekkert betri en útrásarvíkingarnir. 

P.S. Þetta kalla VG auðvitað "réttlæti". Stórfyndið. 


mbl.is Nýir skattar inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú getur þakkað fyrrum vinnuveitendum þínum, glæpamönnunum og hetjusnillingunum sem stjórnuðu kaupþingi banka og blinduðu sjálfsagt þig eins og aðra starfsmenn sína með fáránlega háum launum (þekki þarna til persónulega)...

Jan (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Jan, ef þú heldur að ég, og aðrir samstarfsmenn mínir hjá Kaupþingi (tek þó ekki með efstu stjórnendur) séu með fáránlega há laun, þá ertu að draga kolvitlausar ályktanir, vinur. Því að því fer fjarri að við maurarnir á gólfinu séum með "fáránlega há laun". Langt því frá.

Sigurjón Sveinsson, 16.11.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband