8.11.2009 | 16:04
Þögn frá femínistum
Femínistar skilgreina sig sem jafnréttissinna. Það virðist þó vera normið hjá þeim að þegja þunnu hljóði er þessi mál ber á góma. Jafnvel segja að ekkert verði gert, jafnvel kalla félagið um Foreldrajafnrétti "fótboltaklúbb" sem hafi ekkert að gera í t.d. jafnréttisráð.
Af einhverjum sökum hefur það verið dagsljóst fyrir mér og fleirum að femínistar eru það fólk sem hefur haft mikið um þessi mál að segja en ákveða að gera ekki neitt heldur berjast hart fyrir auknum réttindum kvenna.
Það er ekki jafnrétti. Nei, það er kvennremba. Ef karlmenn höguðu umræðu sinni um sjálfan sig sem femínistar gera, þá væri það skýlaus karlremba. Go figure.
Ég vona svo sannarlega að Jóhanna Sigurðardóttir fari nú að skakklappast til að koma þessum málum í betra horf. Hún skipaði nefnd hér um árið til að vinna í þessu sem merkilega lítið hefur heyrst í.
Benda á rétt barna til feðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þú hefur sko rétt fyrir þér þarna.
í þessum málefnum þá hafa þessi kvenna félög ekki nokkurn áhuga á sanngirni eða nokkrum breytingum til betra horfs því jafnréttið sem þær eru að berjast fyrir sí og æ í er í raun ekki jafnrétti heldur forréttindi sem verið er að koma á og ekki verður stoppað fyrr en þær eru kominn með forréttindi í öllu sem nafni má gefa í þessu þjóðfélag.
Kvennréttinda konur ættu að sjá sóma sinn í að berjast fyrir sanngjörnum lögum í þeim málaflokkum sem varða börnin okkar til umgengni við báða foreldra.
En NEI þær hugsa flestar um rassgatið á sjálfum sér en ekki hag barnanna NR 1.
Riddarinn , 8.11.2009 kl. 18:52
vá hvor ykkar ætli hafi stærra typpi??
steina (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 19:36
Stöldrum nú aðeins við, við skulum líka muna það, að ekki á mörgum stöðum í heiminum eru börn send til snargeðveikra feðra, sem misþyrja börnunum en það er sko gert á Íslandi. Erum við ekki að tala um rétt barna ? Mæður eru ekki allar fullkomnar langt í frá, en við skulum muna það að það eru sko ansi margir feður sem eru ALLS ekki fullkomnir heldur, og oft maðkar í mysunni hjá þeim eins og mæðrunum.
Í mörgum tilfellum eru einstaklingar inná heimilum sem alls ekki eiga neitt erindi í kringum börn, og hverjir gjalda þess ? Það eru fyrst og fremst börnin, vegna þess þau hafa ekkert val, þau eru send oft nauðug inná heimili til viðkomandi, vegna þess þau hafa EKKERT VAL og svo er talað um rétt barna !
Hvað haldið þið að séu margar mæður sem þurfa að tala börnin inná það að fara inná heimili til feðra sinna um helgar? Hvað haldið þið að séu margir fjölskyldufeður sem hafa engan vegin sinnt börnunum og eru að nota þessar yndislegu barnareglugerðir til að neyða mömmurnar að senda krakkana sína til þeirra með dagsektum og fl þess háttar, þó þær séu eingöngu að reyna að vernda börnin sín.
Sama hvað þið segið, við höfum í lang flestum tilfellum betri innsýn á tilfinningar og hættur sem að steðja að börnunum okkar. Við berum þau undir belti, fæðum þau og komum þeim á koppinn í lang flestum tilfellum, og verndar tilfinning mæðranna er í flestum tilfellum afar mikil. Þetta er bara eitthvað sem náttúran áskapar okkur þó oft sé reynt að bæla þessar frumhvatir niður.
Þessar andskotans reglugerðir á íslandi eru engan vegin að gera börnum okkar gott, á fáum stöðum er borin jafn mikil vanvirðing fyrir börnum eins og í okkar landi og ég held það ætti nú frekar að skoða hvaða afleiðingar þessar lagaheimildir hafa í kjölfarið fyrir börnin.
Af hverju berjast ekki einhver samtök fyrir því að pabbar hugsi vel um börnin sín ? Ég væri til í að sjá töluna á þeim börnum sem er EKKI SINNT, hvað gerið þið í þeim málum ? Er ekki alltaf talað um að það eigi að byrja á rót vandans, áður en hitt er tekið fyrir ? Komið á stofn baráttufélagi um eitthvað þessu tengt, þá kannski færi einhver að bera virðingu fyrir þessum tippasamtökum sem eru með stórt saman safn af "feðrum" sem hafa skitið uppá bak.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:13
Steina: Ég.
Guðrún: Þú vilt meina að vegna þess að einhverjir feður hafi ekki staðið sig í stikkinu sem foreldri þá sé í raun réttlætanlegt að forræðismál skilnaðarbarna séu svona eins og þau eru? 96%/ 4%, konum í vil?
Þú ert þá að segja nokkurn vegin að í réttindabaráttu þjóðfélagshópa eigi hópurinn allur, almennt séð, að líða fyrir ófarir einstaklinga innan þess hóps.
Það hefði nú aldeilis verið gott fyrir t.d. blökkumenn í Bandaríkjunum, samkynhneigða, öryrkja og aðra hópa ef þessari rökhuxun hefði verið beitt. "Ah, horfðu á hlutfall svartra í fangelsum. Þeir eru svo rooosalega margir. Við skulum þá ekkert laga réttindi þeirra". Hljómar þetta ekki vel? Ekki finnst mér það.
Skoðaðu þessi hlutföll, Guðrún. Tæplega 96% skilnaðarbarna eru í forræði móður sinnar. Ætlar þú að segja mér að það sé bara allt í lagi?
Þú verður að athuga að í þessari aðstöðu er forræðislaus faðirinn algerlega upp á móðurina kominn með samvist með barni sínu. Og slíka valdastöðu hef ég séð of oft beitt, öllum til skaða nema móðurinni, til að ég fari að taka því af einhverri léttúð. Þetta heitir andlegt ofbeldi, Guðrún, og skilur eftir sig mikla reiði og heift og er eitur í okkar samfélagi. Ekkert betra ofbeldi en líkamlegt.
Sigurjón Sveinsson, 11.11.2009 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.