F-errari I-nternational A-ssistance

Það hefur skinið í gegn í gegnum tíðina hvað dómar og úrskurðir FIA falla Ferrari í vil og McLaren í óvil (ekki bara njósnamálið fræga).

Eigum við að ræða þetta eitthvað núna?

Fyrir þá sem ekki vita þá var Jean Todt stjóri Ferrari liðsins í nokkur ár, m.a. þann tíma sem Schumacher var hjá liðinu (og vann sína heimsmeistaratitla flesta).


mbl.is Todt kosinn forseti FIA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha..

Helv. væll alltaf!!

kv ómar.

omar (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það er rétt hjá þér, að almennt hafa menn haft á tilfinningunni að Ferrari hafi haft FIA í vasanum. Það breyttist þó eftir hóruhússheimsókn Max Mosley og stofnunar samtaka formúluliðanna (FOTA).

Ég er hins vegar ekkert svo viss um að þessi kosning hafi eitthvað með Ferrari að gera. Og aðalatriðið er að mér finnst FIA hafi glatað tækifæri til endurnýjunar og að segja rækilega skilið við fortíðina.

Þangað til annað kemur í ljós held ég að kosningin sé bara framlenging á einhvers konar Mosleyástandi hjá sambandinu. Hann - og reyndar margir starfsmenn FIA - beittu sér ákaft fyrir kjöri Todt. Vona bara að ég hafi rangt fyrir mér ogað Todt eigi eftir að reynast eigin herra og faglegur í starfi. Og umfram allt að hann leiti samstarfs við formúluliðin en ekki átaka.

Hann er jú einu sinni knár sá franski, þótt hann sé smár!

Ágúst Ásgeirsson, 23.10.2009 kl. 16:11

3 identicon

Ég verð að vera sammála að þetta eru vonbrigði. Ég tek undir orð Ágústar og vona að Todt eigi eftir að hjálpa þessari íþrótt en ekki vera sífellt í orrahríð og misklíð við liðinn.

En það sem ég vona mest er að nú sitji öll liðin við sama borð.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband