1.10.2009 | 11:30
Þannig að lóðaskorturinn var bara fínn?
Hann kemur ekki á óvart hann Dagur B. R-listinn dró lappirnar gersamlega í lóðaúthlutunum (ISG skrifaði meir að segja undir samning við Rauðhóla sem tók þetta fram) allan sinn tíma á meðan Kópavogur, Mosfellsbær og Hafnarfjörður tútnuðu út af fjölskyldufólki. Það var svo slæmt um tíma að barnafólki FÆKKAÐI í Reykjavík. Á mannamáli, barnafólk flúði Reykjavík vegna skorts á húsnæði. Á sama tíma, undir stjórn R-listans, stórjukust skuldir Orkuveitunnar, um marga tugi prósenta%, mikið til í erlendri mynt.
En nú kemur Dagur og segir að þetta hafi allt verið í himnalagi hjá R-listanum út af hruninu. S.s. Það sem gerist 2008 afsakar aumingjahátt í 12 ár, 1994-2006. Einmitt. Gáfuleg rök. Og þessi maður er læknir. Það þarf greinilega ekki mikla rökhugsun til að verða læknir. Þarna er ég reyndar að taka mér bessaleyfi og tala með rassgatinu, held að frekar hafi mikilli rökhugsun verið kastað fyrir róða þegar hann fór í pólitíkina.
|
100 milljarða ónotuð fjárfesting |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook



marinogn
tharfagreinir
zeriaph
stebbifr
hrannarb
badi
krissa1
baenamaer
dullur
siggiulfars
tomasha
gudni-is
malacai
gattin
hhbe
andres08
einarbb
patent
frikkinn
fhg
geiragustsson
tilveran-i-esb
astromix
jakobk
johannesthor
kari-hardarson
askja
mixa
pawel
rogerebert
vey
tsiglaugsson





Athugasemdir
Ég held að hann Dagur verði að átta sig á því að þessi lóðaskortur var eitt af mörgu sem varð til þess að fasteignaverð rauk upp.
Verðið á fasteignum var byrjað að hækka á meðan R-listinn var við völd (byrjaði að hækka fyrir alvöru 2002 en þá var ISG borgarstjóri).
Sigurður Ingi Kjartansson, 1.10.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.