18.9.2009 | 17:05
Ég er orðinn Sjalli á ný
Ég hef alltaf kosið Sjalla. Er í flokknum og er frjálslyndur frjálshyggjumaður (ekki ný-). Eftir hrunið í fyrrahaust og eftir að hafa horft á Sjalla/Samfó sitja sem fastast án afsagna né afsakanna, hætti ég að styðja Sjalla. "Right or wrong, my country" er ekki að finna á mínum mottóalista. Kom þá ekki Borgarahreyfingin fram á sjónarsviðið og ég studdi hana frá degi 1. Þekki pínu til frv. formanns og allt þetta fólk ljómaði af heilindum og hugsjón, talaði í lausnum og var réttsýnt og traustvekjandi. Kaus það svo í kosningunum, að sjálfsögðu. Setti m.a. x við Þráinn Bertels.
Fúlegg kom í ljós fljótlega eftir að þau byrjuðu að starfa. Ósátt, sundurlyndi og ósamræmi fór að vera skítkast og rifrildi í fjölmiðlum, yfir í klofning frá þingflokknum, yfir í að fólk flúði úr stjórn, yfir í að lög Borgarahreyfingunnar voru sett á aðalfundi sem gerðu hreyfinguna að raunverulega miðstýrðum flokki með flokksræði (ekki það sem að þetta gekk út á í byrjun), og allt þetta hefur nú gert það að BorgaraFLOKKURINN er orðinn þingmannalaus.
Fyrirgefið, þetta fólk er ekki hæft til að reka sjoppu, hvað þá starfa á þingi og sinna landsmálum.
"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Þessi orð eru sönn og sígild. Og greinilega gleymd í röðum BorgaraFLOKKSINS. Og ég er löngu búinn að missa trúnna um að þetta verði nokkuð gáfulegt.
Er því orðinn Sjalli aftur. Með fyrirvara um að þeir starfi af heilindum. Allt hitt er eflaust fínt fólk, en ég á bara ekki hugmyndafræðilega samleið með. Þannig er nú bara það.
Vilja Þráin aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður enginn sjalli sem hefur fleiri en tvær baunir í hausnum. Skilaðu frekar auðu en að kjósa þessa helv.....flokka á Íslandi. Þeir eru allir að hygla sínum og eru rótspilltir. Það er enginn lausn að flakka á milli þeirra. Það þarf að hætta einfaldlega með flokkakerfi.
Sjálfstæðismenn og Frammsókn mun selja restina af okkar orkulyndum. Öll þeirra saga bakkar upp þá staðreind. Það mun ske sjáðu til alveg sama hvað þeir segja í kosningum.
Ég trúi því ekki að þér þyki þar af leiðandi svona lítið vænt um landið þitt og þann hlut sem þú átt í auðlindunum.
Már (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:42
haha .... bless!
Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:51
Kúlulánadrottningin í X-D á nú ekki beinlínis erindi í landsstjórnina heldur...
Öndin trítilóða (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 19:49
Sæll Már.
Orð þín hitta heim, trúðu mér. Gallinn er bara að ég sé enga lausn raunverulega til að veita atkvæði en "flokki". Það eru fjórir alvöru flokkar starfandi á landinu. Við getum rætt um persónukjör en því miður eru ekkert annað en gallar á þeim hugmyndum sem fram hafa komið um þau mál.
Flokkarnir eru fjórir. "Autt atkvæði" er "ekki atkvæði". Þannig að í mínum huga eru valmöguleikarnir fjórir og ekkert annað. Sjallar eru þar fremstir. Sjáðu, ég er í rótina frjálshyggjumaður að hætti John Locke og Adam Smith. Sjallar eru minn eini valmöguleiki. Súrt, en staðreynd. Fyrir utan þá staðreynd að þessi fjórflokkur hefur ítrekað að sami helvítis rassinn er undir þeim öllum. Fokíng rugl
Sigurjón Sveinsson, 19.9.2009 kl. 00:10
Sjálfsstæðisflokkurinn er ekki lengur hreyfing sem höfðar til almennra borgara. Þetta er nú afl sem sér um að koma þröngum sérhagsmunum kunningja (LÍÚ) í gegn á hinu háa Alþingi. Þar er talað í kreddum, hrun íslensks samfélags var einhverju utanaðkomandi að kenna og vinnubrögð margra í D-listanum eru orðin það þjóðrembingsleg að þau jaðra við fasisma.
Þá á bara eftir að minnast á hina flokkana þrjá sem eru einnig ókjósanlegir.
Ég, eins og þú, lenti í svipuðu ástandi með Borgarahreyfinguna og er mjög ósáttur með framvindu mála þar. En að fara aftur í hitt draslið..... er það ekki bara eins og alkóhólistinn sem byrjar aftur í víninu eftir meðferðina?
Góðar stundir,
Guðgeir (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.