Jón Ásgeir að verða gjaldþrota?

Nú eru að berast fréttir að "kaupmáli frá 2007" milli þeirra hjóna, Jóns og Ingibjargar, hafi verið birtur nú fyrst í Lögbirtingablaðinu.

Ah, af hverju hljómar þetta eins og rugl? Ég leyfi mér að koma með kenningu. Jón er að fara á hausinn. Hann veit það, hún veit það. Og þau vilja koma henni frá því að verða gjaldþrota í leiðinni því ólíkt Jóni, þá er Ingibjörg rík. Var það alltaf.

Nú kemur fram í dagsljósið kaupmáli, sem skilur að eignir þeirra tveggja, og ég vona svo sannarlega þeirra vegna að honum hafi verið þinglýst. Og þá 2007. Því annars hljómar þetta eins og fals og reddingar á síðasta metranum. 

Jón Ásgeir og Ingibjörg gera með sér kaupmála

Jón Ásgeir segist hafa gert kaupmálann rétt fyrir brúðkaupið 2007 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband