Vel meint klúður

Margrét bar bara velferð Þráins fyrir brjósti, hvað er málið? Þráinn tekur þessu á versta veg að sjálfsögðu, dramadrottningin sjálf.

Margrét þarf þó greinilega að passa sig, það er hægt að snúa út úr öllu á versta veg, jafnvel vel meintum umhyggjuhugleiðingum.

Þráinn er þó núna heppinn að hafa haldið í það að vera á tvennum launum, maðurinn sem fór í herferð gegn spillingu og sjálftöku. Hann heldur heiðurslaununum þó hann sé atvinnulaus. Í bili allavega.

Kannski hann geti gert bíómynd. Borgaralíf.

 P.S. eftir að hafa lesið pósta þessa fólks lítur þetta svona út fyrir mér:

Margrét segir við vinkonu sína sem þekkir Þráinn: "Er ekki allt í lagi með Þráinn, ég hef áhyggjur af honum." 

Þráinn kemst að þessari umhyggjuspurningu Margrétar og brjálast, hótar henni lögsókn, segir hana vera að vega að "lífi sínu og limum" með mannorsmorðstilraun, og hættir í þingflokknum.

Held að Þráinn hafi núna endanlega gert út af þær litlu vonir sem ég hafði um að hann væri eitthvað góður í pólitík.

PPS: Er búinn lesa doldið núna og sýnist sem að Margrét og þau hin séu ekkert saklaus af þessu og Þráinn sé ekki svo "sekur" eftir allt saman um þetta implode hjá Borgarahreyfingunni.


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tresti ekki þingmönnum sem kunna ekki að senda tölvupóst. Er ekki kominn tími á námskeið fyrir stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn að nota (GNU) PGP fyrri tölvupóst?

Geirmundur Orri Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Come On maður! Ertu að verja rógburðinn úr Margréti. Þetta er eins aumingjalegur póstur og hægt er hjá henni, og vörnin hennar á heimasíðunni er alveg út úr öllu korti. Gerir illt verra.

Þráinn hefur nú verið langt í frá einhver dramadrottning á þingi. Hefur frekar haldið sig til hlés á meðan þau hin rústa flokknum á einkaflippi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 14.8.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Tja, er að lesa meir og meir um þetta, m.a. frá Gandra og það eru að renna á mig tvær grímur. Var þetta kannski bara persónuleg árás undir umhyggjuformerkjum? Veit ekki, en ætla hér með að hætta að verja þetta hjá Margréti. Góður vinur minn, Guðjón Ólafur Jónsson, gerði út um pólitískan feril Björns Inga einmitt með svona "umhyggju" skúbbi. Var búinn að gleyma því að það er til umhyggja og svo "umhyggja".

Takk fyrir þessar ábendingar, Rúnar. Og Gandri. 

Sigurjón Sveinsson, 14.8.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og ég er mjög ánægður að fólk haldi áfram að lesa sér til Sigurjón. Gott mál.

Mér finnst að við eigum að gera þá kröfu til þingmanna að þeir sýni viðleitni í að vera gott fordæmi þegar kemur að lögum og siðvenjum, framkomu, hegðun, málfari og þess háttar. Það kemur okkur vel sem þjóð því þetta fólk er stanslaust í sviðsljósinu hérlendis og stundum erlendis.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.8.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband