Haugur af rangfærslum þarna og hræðsluáróðri

Mér finnst alveg magnað að lesa þenna texta. Hefur þetta fólk lesið tillöguna? Reiknað eitthvað af þessu? Séð að það EINA, sá EINI sem missir eitthvað eru einmitt lífeyrissjóðirnir, þeir fá ekki féð inn sem annars fer í skatta. Lífeyrisgreiðslur til fólksins skerðast akkúrat ekkert. EKKERT!! En þarna er verið að gefa í skyn að slíkt gerist og er ekkert annað en glórulaus hræðsluáróður.

Lífeyrissjóðirnir eru þarna skíthræddir út af þessari snilldartillögu Sjálfstæðismanna (Tryggva) og eru að slá ryki í augu fólks með þessu.

Og hvað með það þó að lífeyrissjóðirnir fái aðeins minna fé til að fjárfesta. Það fé fer í staðinn til að greiða niður skuldir, losa okkur undan vöxtum. Eftir stendur að lífeyrissjóðirnir hafa svoddan haug af fé milli handanna að þetta skiptir akkúrat engu máli fyrir þá.

Og svo er annað sem þetta blessaða fólk, sem samdi þessa yfirlýsingu sleppir. Og það er, að þegar öldurnar lægir, eftir svona 5-8 ár, þá er hægt að hörfa aftur í það að skattar verði greiddir eftirá. Þetta er einfalt tækniútfærsluatriði, að hætta að taka við inngreislum í leiðir sem eru með fyrirfram greidda skatta og stofna aðra alveg eins, sem er með eftirá greiddum sköttum. Skítlétt og hundeinfalt. En þetta fólk passar að nefna það ekki. Veit það kannski ekki hvernig Lífeyrissjóðir eru reknir, tæknilega? Það mætti halda það.


mbl.is Vilja ekki breytingar á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löngu komið í ljós fyrir hverja lífeyrissjóðirnir eru að vinna???...og það eru ekki fyrir sjóðsfélaga.  Ef þeir væru að að vinna fyrir okkur væru þeir að hvetja til þess að þessi leið væri farinn.  Ótrúlegt!!!!!!

itg (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband