26.6.2009 | 15:31
Málefni einkabisness? Hverjir skapa störfin? Einkabisness
Það er alveg stórmerkilegt að fylgjast með Kommunum sýna sitt rétta afturhaldsandlit núna þessa dagana. Nýasta dæmið er Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra. Einkaframtak í heilbrigðisgeiranum er eitur í hans beinum, af því að það er svo "mikilvægur" málaflokkur (eins og t.d. matvælaframleiðsla og dreifing sé ekki mikilvæg). En hann er alveg að gleyma því að við þetta skapast störf. Fullt af þeim. Á tímum sem þjóðfélagið þarf virkilega á störfum að halda. Hvað gera einnig vinnandi hendur? Jú, borga skatta. Kaupa þjónustu og vörur. Koma meira lífi í efnahaginn. Er það ekki að sem Ögmundur er þarna að tefja með þögninni?
Ekki má heldur gleyma þarna að fyrir þessa þjónustu, eins og Salt leggur upp með, er borgað með erlendri mynt. Er það eitthvað sem Ögmundur vill ekki sjá koma? Ha?
Það er alger misskilningur ef Ögmundur heldur að hann eða aðrir kommar skapi störf. Skapi skattstofna fyrir utan nýja skatta. Nei, það er fólkið í landinu sem skapar störf, einkabisnessinn. Fyrirtækin. Það sama sem Ögmundur er að tala niður til þarna úr ræðustól Alþingis. Þetta hefur Samfyklingin, Guði sé lof, alla vega skilið.
Þetta er bara rugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Athugasemdir
Jamm, það er klárlega sérhagsmunagæslan sem skapar störfin og starfsemi hins opinbera s.s. skólar, virkjanir og vegaframkvæmdir eru náttúrulega bara lúxus sem dregur kraftinn úr sköpunarkrafti einkamarkaðsins. Bankahrunið var jú bara mistök einstaklinga og bara spurning um að skipta um þessa einstaklinga og finna svo nýtt 2007 án þeirra.
Stefnan er góð en fólkið brást
Héðinn Björnsson, 26.6.2009 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.