18.6.2009 | 01:41
En þorskastríðið?
Þetta eru bara fyndin ummæli hjá Kristrúnu, hinn "skeleggu" fyrrum aðstoðarmanni(konu?) Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrum utanríkisráðherra og formanns(konu?) Samfylkingarinnar. Er hún að gleyma þorskastríðinu?
Sko, milliríkadeila verður ekki harðari en í stríði. Það er ekki flókið. Breski sjóherinn kom ekki hingað til að berjast við okkur í IceSave málinu, við þurftum ekki að verjast tundurspillum breska sjóhersins. Enginn lést í IceSave málinu (það lést einn Íslendingur í þorskastríðinu).
Er ekki Kristrún bara að segja þetta því hún var í þessu miðju?
Harðasta milliríkjadeilan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Féll sá ekki fyrir borð svo ekki er alveg að marka.
Veistu ekki að þetta er stríð nútímans. Bretar eru að leggja undir sig landið vegna auðlynda þess með klækjabrögðum og kúgunum alveg eins og þeir gerðu með önnur lönd hér áður en þá með ofbeldi. Í augum Breta erum við ekkert annað en nýlenda sem rík er af auðlyndum.
Hvað er það sem Bretland hefur mestar áhyggjur af í framtíðinni? Jú, einmitt VATNS SKORTUR. Jóhanna og viðsnúningurinn, Steingrímur, hafa saman bjargað Bretunum. Til hamingju Ísland fyrir að hafa kostið þetta yfir okkur.
Halla Rut , 18.6.2009 kl. 02:57
+ hvað eiga margir eftir að deyja vegna skorts á læknisþjónustu?
+ hvað með sjálfsmorð vegna fjárhagserfiðleika?
Þetta stríð á eftir að drepa marga en við fáum að vita af fæstum. Enda er þetta svona "leynistríð".
Halla Rut , 18.6.2009 kl. 02:58
Hef ekki heyrt áður um auðlyndi. Geta menn þá verið glaðlyndir, fúllyndir og auðlyndir? Og af hverju hafa Bretar svona mikinn áhuga á auðlyndu fólki?
Páll Geir Bjarnason, 18.6.2009 kl. 03:05
Skammastu þín Halla Rut!!!!!
Sá sem dó í Þoskastríðinu dó af völdum Breta, hann var að logsjóða í gat á hlið varðskips eftir ákeyrslu frá Bretum þegar það kom alda á hann vegna breskrar freygatu sem sigldi nærri og hann fékk raflost ..... og alveg óháð því hvort að Bretar drápu hann beint eða óbeint þá olli það fjölskyldu þessa manns jafn miklum harmi svo ég segi bara aftur SKAMMASTU ÞÍN HALLA RUT með þína broskalla!!!!
Guðný (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 05:39
Munurinn á Þorskastríðinu og Icesave-deilunni er einfaldlega þessi:
Í Þorskastríðinu voru menn að berjast um þorsk úr sjó. Í Icesave-deilunni eru þorskar á landi að deila.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2009 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.