16.6.2009 | 00:59
Hvað sagði ekki Alister Darling við Árna Matt í samtalinu fræga?
Sagði ekki Alister Darling einmitt eitthvað svona við Árna Matt daginn áður en Bretahelvítin réðust á okkur með hryðjuverkalögunum sínum? "Veistu, ég skil svo sem afstöðu þína. Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki".
Þannig að ef maður á að horfa til sögunnar síðasta árið, í samskiptum við fjármálaráðherra annarra þjóða (og þeirra embættismanna) sem bankarnir störfuðu í, þá má álykta sem svo að svona harðorð bréf geta þýtt að verið sé að undirbúa innrás á öllum vígstöðvum.
Þjóðverjar segja "gífurlegum stjórnmálalegum skaða fyrir orðstír Íslands sem ábyrgum og trúverðugum samstarfsaðila" . Eigum við að velta fyrir okkur, í sögulegu samhengi, hvað svona orð, frá fjármálaráðuneyti Þjóðverja, getur þýtt? Hmmmm?
Og Þjóðverjar hafa reynst ekkert minna ofbeldisfullir en Bretar "in recent history"....
Bréf Þjóðverja til Kaupþings birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:06 | Facebook
Athugasemdir
Sagði ekki Alister Darling einmitt eitthvað svona við Árna Matt daginn áður en Bretahelvítin réðust á okkur með hryðjuverkalögunum sínum?
IF IT NOT BEEN FOR THE HELVITIS ISLENSKA GANSTERS..(THE UTRÁSAVIKINGAR YOU WERE SO PROUD OF!!!) ..NONE OF THIS WOULD HAVE HAPPENED.
.............................................
Eirikur , 16.6.2009 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.