12.5.2009 | 14:42
Hvað varð um hæfi?
Ég ætla ekki að segja að ekki finnist hæfar konur sem ráðherrar, alls ekki, en af einhverjum sökum finnst mér sem þvagfæravægi, í jafn mikilvægar stöður og ráðherrastöður eru, sé svoooooo 2007. Hæfi, hæfni og geta einstaklingsins á að ráða í þessu árferði. Ekki þvagfærin.
En hún frænka ætti kannski að hugsa til þess, svona að gamni, að VG var með kynjakvóta í öllum kjördæmum nema hennar, í Reykjavík. Af hverju ætli það hafi verið? Vegna þess kannski að margar konur voru mjög ofarlega á listum í Reykjavík og því hefðu þær þurft að víkja fyrir körlum? Hmmmmm.... Já, fórnalambafemínisma er hægt að bregða fyrir sig þegar hentar, en ekki þegar hentar ekki.
![]() |
Karl stendur upp fyrir konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.