Það þýðir ekkert að "reyna", ömurleg niðurstaða ef satt reynist

Samfylkingin fór fram í kosningarnar með ESB að leiðarljósi. Ekkert hálfkák, ekkert kjaftæði. En hvað svo? Þau ætla að "reyna". "Reyna"? Þessi leið er bara bull og vitleysa, það veit hver sem vita vill og hefur einhverja hugmynd um hvað markmiðasetning gengur út á og að ná þeim markmiðum.

Að reyna? Ætli það fólk sem hefur náð markmiðum sínum hafi ætlað að reyna? Eða ætli það hafi ákveðið, "Ég skal!"?

Eitt veit ég, árið 2000 ákvað ég að ég skyldi fara í HR í tölvunarfræði og ég skyldi klára BS. Ég ætlaði ekkert að reyna, ég ætlaði og ekkert kjaftæði. Það tókst að sjálfsögðu. Í fyrra ákvað ég að ég skyldi upp á Hvannadalshnjúk, ég ætlaði ekkert að reyna, ég skildi. Og það varð. Að sjálfsögðu! Þeir sem ætla að "reyna" þeir reyna. Og tekst ekki oft á tíðum. Ef menn fara af stað með hálfkarað hugarfar, brothætt og viðkvæmt, þá klikka menn við minni mótspyrnu en ef þeir fara af stað með eiturharðan vilja og ásetning.

Ætlar Samfylkingin núna að bjóða okkur upp á að hún ætli að "reyna"? Og þá takast ekki? Því þessi "reyna" leið er dauðadæmd fyrirfram. Það sést á ummælum Bjarna Ben og Steingríms J. Við sáum í stjórnarskrármótstöðu Sjalla að þeir "reyna" ekkert, þeir ætluðu að stöðva það mál og það tókst. Nú segir Bjarni að hann "ætli" að stöðva það sem Samfylkingin ætlar að "reyna".

Ætli ég veðji ekki á Sjalla í þessu máli.

P.S.
Ég byrjaði að reykja 13 ára með fikti og reykti til þrítugs, 2001. Hafði oft REYNT að hætta, klikkaði alltaf. En einn dag 2001 ÁKVAÐ ég að nú væri þetta orðið andskoti gott, ég SKYLDI hætta núna. Og það tókst. Að sjálfsögðu. Enda fann ég mun á sjálfum mér strax  eftir þá ÁKVÖRÐUN, miklu einbeittari og með miklu skýrara markmið. Ætlar Samfylkingin að REYNA að komast í gegnum þingið og til ESB?


mbl.is Kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef Samfylkingin einhendir sér í að keyra þetta mál gegnum þingið og þjóðina hvað sem tautar og raular að þá mun hún hvorki komast lönd né strönd því við erum stór hópur sem mun stöðva hana og kunnum til þess feyki góð ráð. Ef hún er tilbúin að fara samningarleiðina og leita lausna er mun líklegra að henni verði árangur sem erfiði. Svo er spurning hvort maður hafi áhuga á því að henni verði árangur sem erfiði, en það er allt annað mál. Ekkert spilar eins vel upp í hendurnar á okkur andstæðingum aðild Íslands að ESB og offors Samfylkingarinnar.

Héðinn Björnsson, 5.5.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband