Stríð hafa hafist af minna tilefni

Kaupþing stóð vel. Átti lausafé til að standast skuldbindingar fram í tímann, bæði í EDGE og gagnvart öðrum lánadrottnum. Þannig að þessi fjandsamlega greiðslustöðvun í Bretlandi, byggð á lögum um hryðjuverk, var algerlega án nokkurra forsendna.

Stríð hafa hafist vegna minni aðgerða af jafn fjandsamlegum toga. Vita þessir menn í Bretlandi ekki að þeir voru í fyrradag að svipta íslenskri þjóð banka sem var 1000 milljarða virði? Því ég er viss um að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Fjandsamleg greiðslustöðvun jafngildir því að banki sé kominn í þrot, standi ekki við skuldbindingar sínar. Svo einfalt er það.

Svo segir Geir lítið annað en að honum þyki þetta leitt, hann sé fúll en ætli að taka þessu og biður þennan djöfulsins hund, Alistair Darling, að vinsamlegast leifa öðrum viðskiptum að halda áfram.

Það mætti bera þetta saman við að einstaklingur sem barinn er sundur og saman biðji ofbeldismanninn vinsamlegast að leyfa sér að vera vinur hans áfram.

Hvar er stoltið? Hvar er víkingurinn í Geir H. Haarde? Er hann alveg tannlaus?

Það á að taka sendiherra Breta hér á Íslandi, tjarga hann og fiðra, stimpla með terrorista stimpli á rassgatið og henda honum í sjóinn, gefa honum færi á að synda heim. Þannig á að afgreiða pólitíska fulltrúa stjórnar sem kemur svona fram við okkur.


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdahafar þessa lands hafa gert sig seka um landráð með heimsku sinni og vandræðagangi varðandi þau samskipti og skilaboð sem þeir senda frá sér og aðrar þjóðir sjá auðvitað líka. Flest ríki í Evrópu hafa t.d. leyniþjónustu sem fylgist með fjölmiðlum og hefur á sínum snærum túlka o.fl., og nú þegar augu allra að beinast að Íslandi er mikilvægt að halda andlitinu og fara ekki á taugum eins og þeir hafa gert. Hámarksrefsing í slíkum tilvikum er 16 ára fangelsi, en 3 ár ef hægt er að bera við gáleysi. (Sjá X. kafla almennra hegningarlaga)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband