Báknið tútnar nema þar sem þarf

Við skulum hafa eitt alveg á hreinu. Að vernda borgaranna er ein frumskilda hins opinbera. Lúxusverkefni og gæluverkefni ráðherra og embættismanna eru það ekki.

Því orkar það mjög undarlega að á meðan að báknið tútnar og tútnar út, með stóraukinni fjölgun opinberra starfsmanna, þá situr á hakanum að veita fé í eitt af því sem er grunnskilda ríkisins. Löggæsla.

Má vel vera að Björn þurfi að sníða stakk eftir vexti, og fái ekki meiri peninga og þurfi því að veita lögregluembættunum svona mikið aðhald. En það er þá verkefni sem Björn þarf að leysa. Hann hefur reyndar fengið mun meira fé til Landhelgisgæslunnar en var. En lengi má gott bestna (eins og maður segir á góðri íslensku).


mbl.is Mulið undir Ríkislögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Sá að þú horfðir á Silfur Egils eins og fleiri, tókst þú eftir því að einhver nefndi skattalækkun? Ég átta mig ekki alveg á því hvað slík hugmynd á að fyrirstilla á þessum síðustu og verstu tímum þegar ríkið þarf sinn skatt. Það kemur bara niður á okkur seinna ef við fáum skattaafsláttinn nuna og það í formi verðbólgu sem er mun verra en 5000 kall aukalega í veskið á mánuði.

Hildur Sif Thorarensen, 6.10.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband