9.5.2008 | 17:06
Köflótt nótt hjá okkur feðgum
Við Þengill áttum nokkuð köflótta nótt núna nóttina sl. Þengill sofnaði í bílnum hjá mömmu sinni í gærkvöldi fyrir kl. 7 og ég hélt á honum í rúmið sitt. Svo vaknaði kútur rétt eftir miðnætti en var ósköp rólegur, engin læti heldur heyrði ég rétt svo þruskið í herberinu hans, bak við luktar dyr.
Ég gaf honum vatn að drekka, lagði hann aftur í rúmið, náði í sængina mína og lagðist hjá honum. Hann var mjög duglegur að reyna að sofna en ekki var svefninn að flýta sér hjá honum. Það endaði þó á því að við sofnuðum báðir, hann í rúminu sínu, ég á gólfinu með sæng sem yfirbreiðu og dýnu.
Ég vaknaði svo aftur kl. 5 og skrölti skakkur og skældur í rúmið okkar Elsu. Gólf er ekki gott til að sofa á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.