8.3.2008 | 21:35
Hann lýgur þessu!
Ef menn skjóta af byssu milli skipa, og ætla að hitta eitthvað annað en sjóinn, gera þeir það með riffli. Riffillskot stoppar ekki á venjulegum skotheldum vestum, það fer í gegn öðru megin og út hinum megin sem smjör sé, og skaðar að sjálfsögðu þann sem í vestinu er. Eina leiðin til að stöðva riffilskot er þegar kevlarplötum er raðað á vestið. Og mig grunar sterklega að Hr. Paul Watson hafi ekki verið í slíku því það er bæði mjög þungt og einnig mjög heftandi fyrir hreyfingar. Þekki þetta ágætilega, var í svona vestum svo mánuðum skipti við friðargæslu, bæði í frv. Júgóslavíu og svo í Mið-Afríkuríki. Vestið fullhlaðið kevlarplötum er u.þ.b. 15 kg.
Einn félagi minn í frönsku útlendingaherdeildinni féll í skotbardaga þó hann hafi verið í vesti, kúlan fór í gegn því hún lenti einmitt á stað þar sem ekkert kevlar var til að verja gegn rifflum.
Af einhverjum sökum grunar mig að Paul Watson hafi ekki verið í neinu vesti. Hafi hann verið í vesti, með kevlar plötum, og fengið kúlu í sig, þá er hann ekki bara meiddur, með brotin rif, heldur verður auðvelt fyrir hann að sanna þetta þegar í höfn kemur.
En sporin hræða og ég trúi ekki orði sem þessi maður né þessi samtök segja.
Online poker Free online poker games, tournaments, ruleshollidaycasino.com hollidaypoker.net dochollidaypoker.com
![]() |
Varð Paul Watson fyrir skoti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.7.2008 kl. 14:46 | Facebook
Athugasemdir
Samt einhvernveginn er maður að vona að Japanir séu að skjóta á Watson, hann á ekkert gott skilið. Hann er búinn að eyðileggja svo mikið fyrir náttúruverndarsinnum, sem margir eru farnir að líta á sem hálfgerða hryðjuverkamenn.
Arnþór Guðjón Benediktsson, 9.3.2008 kl. 07:13
Hér hefði mátt miða á hausinn. Og er ég þó dagfarsprúður maður.
DonPedro (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.