Eigum við ekki að mæra Helförina líka?

Japanir voru viðbjóðslegir við þær þjóðir sem þeir hernumdu í síðari heimstyrjöldinni. Einnig komu þeir fram við fanga sína af einstökum viðbjóði. Þar af leiðandi þykir mér það alltaf orka tvímælis þegar Japanir fara í þetta hof, til minningar um japanska hermenn úr síðari heimstyrjöldinni. Það væri stigsmunur, ekki eðlis, ef Þjóðverjar væru með hof til minningar þýska hernum, þar sem minnst væri t.d. þeirra S.S. foringja sem hvað harðast fóru fram í Helförinni.

Ef einhver er í vafa um stríðsglæpi Japana, og þá skömm sem þeir bera, vil ég benda á fræðslumynd sem heitir "The rape of Nanjing" um svokallað Nanking Massacre. Þar er útlistað hvernig Japanir murkuðu lífið úr íbúum kínverskrar borgar, Nanjing, svo mánuðum skipti. Skemmtu sér við að finna nýstárlegar aðferðir til að murka úr fólki lífið á hvað kvalarfyllsta máta og stunduðu í massavís alla þá stríðsglæpi sem hvað fyrirlitnlegastir eru. Og nota bene, allt með vitund og samþykki Keisarans og hans nánustu. Sem, nota bene, fengu sakaruppgjöf við uppgjöf Japana.

The Rape of Nanjing, 1. hluti
The Rape of Nanjing, 2. hluti

Það er einnig skrifað um þetta á Wikipedia


mbl.is Framdi sjálfsvíg fyrir framan japanska þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fleira fólk dó þegar að bandaríkjamenn vörpuðu eldsprengjum á Tokyo í seinni heimstyrjöldinni en þegar að þeir vörpuðu kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki, staðreynd sem ekki margir vita um.  Er það annars ekki stríðsglæpur að brenna fólk lifandi í vítislogum í stríði?

Jón Helgi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband