Hverjum kemur það á óvart að kennarar séu á móti?

Ef verið er að koma með nýjungar í kennsluháttum, þ.e. stjórnvöld og sveitarfélög (þúst, fólkið sem rekur skólanna), þá er það vaninn að KÍ (stéttafélagið), eða undirsambönd undir þeirri regnhlíf (samtök starfsmanna skólanna), koma með yfirlýsingu þar sem slíku sé mótmælt, eða varað eindregið við.

Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að reyna að útskrifa fólk úr framhaldsskólum fyrr en nú er gert og þannig reyna að ná í hælana á nágrannalöndum okkar. En það er sama hvað gert er, alltaf eru kennarar á móti. Þeir voru á móti því að stytta framhaldsskólann um eitt ár, enda var sú tilraun skítamix sem árangur þess að finna lægsta samnefnara í verkefni í samstarfi við KÍ.

En nú er verið að prófa að byrja námið fyrr, kenna innsetningu stafa fyrr, flýta stúdentsprófinu hinum megin frá. Og þetta er allt hægt, þetta er búið að vera gert í Ísaksskóla um áratuga skeið, foreldrar kenna börnum sínum að lesa áður en grunnskólinn hefst. Ég var sjálfur vel læs þegar ég fór í sex ára bekk á sínum tíma. Þetta er ekkert nýtt. En enn eina ferðina eru kennarar á móti.

Ég verð að gjöra svo vel núna og fara heim og segja fimm ára dóttur minni, sem er að nálgast það að vera fluglæs, að hún verði að hætta þessari vitleysu, að ná forskoti á námið og lífið, og fara að leika sér. Kennarar nefnilega vilja það!

Það væri gaman af því ef önnur stéttarfélög hegðuðu sér svona. Ef t.d. SÍB (nú SSF) myndu mótmæla í gríð og erg vinnu Seðlabankans. Eða koma með álit sitt á starfsemi bankanna, hvernig áhættugreining er unnin o.s.frv. Hvað ætli bankastjórarnir myndu segja þá? Ef eitthvað!


mbl.is Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil nu allveg kennara með að mótmæla styttingu stúdentsprófs. Þar sem það á að fækka áföngum. Sjálf tók é gstúdentsprófið á 3 árum. ég held persónulega að það ætti að hafa kerfið líkt og það er nú að fólk getur sjálft valið hvað það er lengi í menntó! allt frá 2 árum og upp úr. Það að fækka um 1 ár á ekki að bitna á kennslunni né á áfangafjölda.

Tanja (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Leikskólakennarar eru á móti, ekki kennarar, munur á

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Getur verið að leikskólinn eigi sinn þátt í að dóttir þín er að verða fluglæs? Getur verið að það nám sem á sér stað í leikskólanum sé að skila sínu? Það er enginn að tala um að börn megi ekki læra, það er verið að ræða um aðstæðurnar og aðferðirnar. Svo heldur Ísaksskóli áfram að vera til fyrir þá sem það vilja. Kveðja

ps. og ertu að segja Gunnar að leikskólakennarar séu ekki kennarar?

Kristín Dýrfjörð, 18.2.2008 kl. 18:04

4 identicon

Hvar kemur það fram að (grunnskóla)kennarar séu ekki á móti þessum breytingum Gunnar? Það liggja faglegar ástæður á baki þessum skoðunum. Ef þið óskið get ég bent ykkur á röksemdir. T.d. frá OECD. Vera málefnalegur Sigurjón, líka í fyrirsögnum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hver er að tala um að banna fimm ára gömlum börnum að læra að lesa? Mega fimm ára gömul börn ekki læra í leikskólanum eins og þau hafa gert hingað til? Auk þess bendir FL á að þetta sé ekki heimilt skv. lögum.

Sigurður Haukur Gíslason, 18.2.2008 kl. 18:30

6 identicon

Hm, fer ekkert nám fram í leikskólum?

Mér finnst nú að svona fluggáfaður maður ætti að kynna sér málið örlítið áður en hann stekkur upp á nef sér. Hvar fær fólk þá flugu í höfuðið að nám hefjist ekki fyrr en barn byrjar í grunnskóla? Hvenær byrjar þú í skóla? Er spurning sem barn á sjötta ári heyrir gjarnan, barn sem byrjaði í skóla 2 ára! Það er ekkert að byrja í skóla, það er að hefja skólagöngu í  nýju skólastig. Það er að útskrfast af fyrsta skólastiginu.

Af hverju heldur fólk að börn sem eru í skólum sérstaklega ætluðum fimm ára börnum, að þau séu að stunda meira krefjandi nám en börn sem eru í skólum ætluðum blönduðum aldurshópi? Ísakskóli er góð viðbót við skólakerfið og gott að fólk hefur val til að velja hann en heldur þú að fimm ára börnin í öðrum skólum séu að missa af einhverju sem er í boði í Ísakskóla? Veistu ekki að stafainnlögn, lestur, skrift og stærðfræði fer fram í öllum leikskólum? Í gegnum leikinn? Af hverju ætti fimm ára barn að vera betur statt í grunnskólabyggingum? Geta þau ekki stundað nám sitt í leikskólabyggingum? Ég sé bara ekki hvert þú ert að fara? En ég styð Björgu og stjórn FL í KÍ. Ég mótmæli fimm ára bekkjum.

Með kveðju frá kennara í leikskóla.

P.s. Já, Kristín, það er svo skrítið að það er eins og fólk haldi að af því að það stendur "leikskóla"kennari að þá séum við svolítið "plat", svona eins og þykjustu kennarar í þykjustu kennslu og námið sé bara þykjustu nám.

Emilía (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:51

7 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Vill benda á að dóttir mín lærði að lesa heima hjá sér, hjá okkur foreldrunum. Kona mín er kennaramenntuð btw, og við bæði langskólagengin. Og grunnskólakennarar grunnskóla hverfisins míns eru á móti því að börn komið í grunnskólann með leskunnáttu. Í það minnsta vilja þeir EKKI að innsetning bókstafa hefjist í leikskólanum. Hence, engin lestrarkennsla í leikskólum, Kristín. Grunnskólakennararnir vilja fá börnin á sama leveli (ólæsi) þegar þau koma í grunnskólann. Þessar upplýsingar hef ég beint frá leikskólakennurum barna minna, eftir að við foreldrarnir spurðum um innsetningu bókstafa fyrir um rúmlega einu ári síðan.

Við slíkar upplýsingar fórum við Elsa að velta því fyrir okkur hvort þessi "einsaklingsmiðaða kennsla" sem KÍ og menntayfirvöld borgarinnar státa sig svo rosalega af, sé bara til að skreyta sig með á tyllidögum en ekkert til að fara eftir.

Ég hef lengi fylgst með menntamálum þessarar þjóðar, verið félagi í stéttafélaginu KÍ og því miður er ég hættur að vera hissa á afturhaldssemi og ófrumleika KÍ, bæði í kjarasamningum og öðrum starfsháttum.

Sigurjón Sveinsson, 18.2.2008 kl. 18:58

8 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Fyrst, ég efast ekki um að þú og kona þín hafið lagt hönd á plóg og kennt dóttur ykkar að lesa. En það sem ég var að ýja að er að lestrarnám er ekki "bara" stafainnlögn það er svo miklu meira. jafnvel halda fræðingar fram að í raun hefjist það þegar í móðurkviði. Í leikskóla er verið að vinna með .ætti sem er undirstaða lestrarnáms, má þar nefna að aðgreina hljóð, að aðgreina form, að álykta, þar er unnið með lestrarstefnuna og margt margt fleira, fyrir utan þá er verið að vinna með letur og lestur á margvíslegan hátt, hólf barna eru merkt, teikningar eru merktar, það er verið að lesa, stafir hanga víða upp á vegg með teikningu E og epli hanga saman. Í spilum er verið að kenna um samstæður, það eru til hljóðabingó og svo framvegis. Allt eru þetta þættir sem flokkast undir nauðsynlegan undirbúning undir "formlegt lestrarnám" þegar ég var leikskólastjóri fyrir mörgum árum fóru á hverju vori frá okkur stór hluti barna sem var alveg læs. Ég vil þakka það að hluta markvissum námstækifærum sem við í leikskólanum buðum upp á. Þekkingu okkar á því sem í dag er nefnt bernskulæsi.

ps. og síðast þegar ég vissi réð grunnskólinn ekki vinnubrögðum leikskólans. Ég er viss um að í sumum skólum er málum háttað eins og þú ert að lýsa en ég er líka viss um að í miklu fleiri skólum er því ekki svo farið.

og að lokum hér er slóð inn á nokkur lestrarskjöl sem þér gætu þótt áhugaverð

Kristín Dýrfjörð, 18.2.2008 kl. 19:23

9 identicon

Ég er mjög hlynntur því að hefja kennslu fyrir 5 ára. Mér finnst það hræðileg sóun að vera með krakkana á leikskólanum á þessum góða námsaldri.

Guðjón (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband