5.6.2007 | 14:28
Viðeigandi að gefa bókina í Ísrael
Þetta eru hræðilegar lýsingar sem þarna eru. En þær eru í fortíðinni og lítið hægt að gera í þessu annað en að muna glæpina, gleyma þeim ekki, læra af þeim og gera ekki slíkt hið sama.
Í nútíðinni eru Ísraelar svo gott sem búnir að búa til sitt eigið gettó nema hvað að þar búa núna Palestínumenn. Þeir eru kúgaðir út í eitt, eitthvað sem gyðingar fengu að smakka á í pólsku gettóunum. Þeir hafa mjög takmörkuð réttindi og Ísraelsmenn níðast á þeim daginn út og inn.
Hvað sagði Jesús? "Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér skalt þú og þeim gjöra" og "Það sem að þú gerir þínum minnsta bróður, það hefurðu gert mér".
Og svo nudda gyðingar heimsbyggðinni uppúr sektarkenndinni vegna helfararinnar, reglulega, en eru að gera slíkt hið sama við Palestínumenn, as we speak. Og allt í skjóli Bandaríkjamanna, stærstu hræsnara nútímans.
Sumir kunna ekki að skammast sín.
Ég er að breytast í dýr sem langar að deyja" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Athugasemdir
Hvenær drepur maður börn?
Ævar Rafn Kjartansson, 5.6.2007 kl. 20:40
Þú gleymir að gyðingar í Ísrael, kannski víðar, fara eftir kenningum Gamla testamentisins "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" en ekki Nýja testamentisins "gjör þú þeim sem og þú vilt að þeir gjöri yður", enda viðurkenna gyðingar ekki Jesú sem Messías. Ekki frekar en múslímar.
Báðir þessir trúarhópar trúa á þessa "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" aðferð, þannig að það er kannski ekki von á góðu milli þessarra hópa neitt í neinni náinni framtíð.
Þetta er kanski mikil einföldun, því jú ekki aðhyllast allir gyðingar, né múslimar sömu greinar trúarinnar, en þetta er nú svona samt í grunninn.
Ívar Jón Arnarson, 6.6.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.