Er villa óvænt

Ég var að velta fyrir mér óvæntum villum í hugbúnaði.

Það gerist stundum að maður er að nota/búa til forrit eða einhvern hugbúnað og fær skilaboð um að óvænt villa hafi komið upp. En af hverju þarf að taka fram að villan sé óvænt? Eru þær ekki allar óvæntar? Hvenær hefur maður fengið skilaboðin:

"Fyrirfram ákveðin villa varð í hugbúnaðinum og þú mátt þakka okkur fyrir hana, vesgú".

Ég held að svarið liggi í því að ef að villan er fyrirfram ákveðin þá er þetta ekki villa lengur heldur fídus. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Tja, það er alltaf gert ráð fyrir að villan geti komið upp í kóðanum - þess þarf til að birta skilaboðin 'óvænt villa' ... 

Er hún þá nokkuð óvænt fyrst það var búist við henni? 

Þarfagreinir, 11.5.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband