4.5.2007 | 12:40
Gott hjá henni
Það er ekki nóg að hlutirnir líti út fyrir að vera bognir, þeir þurfa að vera bognir í raun. Kastljósið fór af stað með þetta mál af of miklu offorsi án þess að vera með staðreyndir á hreinu. Því er gott hjá Jónínu að láta hitna aðeins undir þeim þarna í Kastljósinu.
Annars mun ekkert koma út úr þessu. Fréttamenn verða að fara á sama level og DV var á til að fá áminningu. Þessi sjálfhverfa stétt á aldrei eftir að skamma sjálfa sig fyrir þetta mál. Ekki ef sama stétt verðlaunar Guðrúnu söngkonu [sem var] í Íslandi í Dag þegar hún neitaði að tala við Ron Jeremy. Ekki sama stétt og setti á svið farsa, fréttatíma eftir fréttatíma, þegar fréttastjóri, ekki þeim þóknanlegur, var ráðinn.
Talandi um hlutleysi blaðamanna....
Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Athugasemdir
Það er eins gott fyrir fjölmiðla að vera hliðhollir sínum herru, annars verður þeim refsað .
Jónína er farsi þess sem er að í þessu þjóðfélagi. Þar sem ráðherrar og alþingismenn eru heilagir og komast upp með allt.
Jónas (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:44
Það eina sem Jónína, Bjarni og co. þurfa að gera til að deyða þetta mál er að koma með haldbær rök fyrir þessari undanþágu. Ég hef enn ekki heyrt slík rök.
Ra (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:42
Sæll Ívar.
Jamm, sekur uns sannaður saklaus. Þannig er dómstóll götunnar. Þeir sem úthrópa þetta hafa ekki getað sannað eitt eða neitt um meinta fyrirgreiðslu, annað en að draga ályktanir á kringumstæðum. Sem btw hefur verið bent á af öllum hlutaðeigandi, að á sér fordæmi og er ekki óeðlileg afgreiðsla.
En það er svona með sannleikann, ef menn vilja ekki hlusta þá heyra þeir ekki. Og ef þú vilt leita að einhverju til að hengja þig á og benda á "sko, sko, sjáðu, þetta er undarlegt, hvernig útskýrir þú það?" þá eru nú öll mál þannig að hægt er að taka út eitthvað atriði, draga ályktun frá því og fá út hvað sem er.
Ég velti fyrir mér hvort að viðbrögð almennings hefðu verið önnur ef einhver í VG eða í Samfó hefði átt hlut að máli. Er það ekki þannig með Framsókn að þar er í lagi að skjóta með fallbyssu fyrst og svo kannski spyrja?
Sigurjón Sveinsson, 4.5.2007 kl. 13:57
Tja, mín viðbrögð hefðu verið nákvæmlega eins hver sem átti hlut að máli. Mér finnst til dæmis Guðrún Ögmunds alveg jafn tortyggileg og hin.
En þetta er rétt hjá þér með dómstól götunnar samt - einhvers staðar verður þessu að linna, þar sem ekki er hægt að sanna neitt. Fólk mun síðan dæma úr frá þessu eins og því finnst eðlilegast og álit þeirra á viðkomandi fólki mun síðan mótast út frá því.
Það sem mér finnst hins vegar súrast er að það er ekkert hlustað á þau sjónarmið að það þurfi að endurskoða kerfið. Og það eru sko ekki bara einhverjir vinstrimenn sem eru að reyna að koma höggi á stjórnina sem eru að ýta á eftir því - það er alls konar fólk. Mér finnst þetta fyllilega eðlileg krafa , og hver sá sem myndi tala fyrir slíku fengi mörg prik í minn kladda.
Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.