Andsvör virka ekki á suma

Það er með ólíkindum að lesa skrif sumra um þetta mál. Allt sem komið hefur fram í gögnum sýnir svart á hvítu að Jónína kom ekki nálægt því að hafa áhrif á framgang máls tengdardóttur sinnar. Samt er hjakkað í sama farinu hjá sumum. Það er sama hversu oft nefndarmenn neita óheilindum, því er ekki trúað. Eins og fólk reikni með því að stjórnmálamenn ljúgi by default.

Það er bara svona, sumir vilja bein til að smjatta á, burtséð hvort beinið sé bragðlaust eða ekki. Tilgangurinn helgar meðalið.

Verði þeim að góðu. Og Kastljósið má skammast sín. Þau fóru af stað með mál sem á finnast eðlilegar skýringar og sitja núna með skítugar hendur, Helgi Seljan í brotti fylkingar. Birta þar að auki persónuupplýsingar stúlkunnar í Kastljósinu.

Mikið vona ég að skítugi þvottur þeirra verði einhverntíma til sýnis fyrir framan alþjóð. Svona svo þau fái að smakka á sínum beisku meðölum. 


mbl.is Um ríkisborgararétt og Kastljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hún á að sýna sóma sinn og segja af sér, hún er að reyna að moka yfir eigin skít og tekur nefndarmennina með sér í svaðið. Þetta er leið sem framsóknarmenn hafa oftar en ekki farið. Hún kæmi best út úr þessu með að viðurkenna mistök sýn og labba frá borði. Helgi Seljan á skilið hrós fyrir að vekja máls á þessari spillingu. Takk fyrir mig

Kristberg Snjólfsson, 3.5.2007 kl. 10:36

2 identicon

Ef að hægt væri að sýna fram á spillingu þá allt í lagi, en er ekki of langt gengið að birta persónupplýsingar stúlkunnar í Kastljósi? Hvað hefur hún gert af sér? Þetta er frábær stelpa sem á ekki skilið að fjölmiðlar útvarpi öllum hennar persónulegu gögnum um hvippin og hvappin. Ef það er spilling til staðar á einungis að halda þeim aðilum í umfjölluninni sem koma að málinu, ekki blanda persónulegu málefnum stelpunnar inn í þetta!  

Ester Sigurðadóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Samnála Ester, það að hlífa grey stúlkunni fyrir ágangi fjölmiðla, þar sem hæun er peð í stærra tafli. En Sigurjón, þegar fólk misnotar aðstöðu sína og setur vini og kunningja í forgang fram fyrir einhver tugi manna á biðlista, þá heitir það spilling !!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Þarfagreinir

Sigurjón, þú spyrð hvort fólk geri ráð fyrir því að Alþingismenn ljúgi "by default". Ég get alla vega sagt þér að ég ber því miður ekki mikið traust til þeirra hvað það varðar.

Er ekki til að mynda lygalaupur sem fékk meira að segja Morgunblaðið sjálft í lið með sér til að koma lygum á framfæri gagnvart alþjóð á leið á þing aftur? Ég endurtek, maður sem laug sannanlega að fjölmiðlum og þjóðinni allri er að verða þingmaður að nýju. Hann er reyndar sá eini sem þetta hefur sannast upp á jafn harkalega, en af hverju ætti maður að halda að hann sé eitthvað einsdæmi? Ég er alla vega ekki það bláeygður. Þegar ég sé maðk í mysunni nægir mér ekki að heyra einhverja Alþingismenn halda því fram að hann sé ekki þar. Sérstaklega ekki þá sem komu að málinu. Ég vildi að ég gæti treyst mínum kjörnu fulltrúum betur, en því miður er það ekki svo.

Þarfagreinir, 3.5.2007 kl. 14:55

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Allir þeir sem hafa komið að þessu máli hafa sagt að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. Heilu stofnarnirnar hafa gefið út tilkynningar til að undirstrika að þetta mál eigi sér hliðstæð fordæmi. Það eina við þetta sem er undarlegt er stuttur tími afgreiðslu, "léttvægar forsendur" (huglægt mat btw) fyrir ríkisborgararétt og svo auðvitað tengsl stúlkunnar við Jónínu. Allt hefur þetta þó gerst áður og oftar en einu sinni (nema Jónína). Þannig það eina nýja í þessu er það að verðandi tengdadóttir ráðherra fær þarna undanþágu frá reglunni um veitingu ríkisborgararéttar. Mér þykir það billeg ástæða fyrir þessari ófrægingarherferð Kastljóssins. Ef þau ætla að skjóta ráðherra svona í kaf rétt fyrir kosningar þá er betra að hafa hlutina 100% á hreinu áður en skítasprengjann er sprengd.

Það sem helst sést í þessu máli er að fólk er fljótara til að sakfella Framsóknarmenn þegar kemur að klíkuskap og spillingu. Vissulega hræða sporin. En mér þykir súrt að farið sé af stað og réttað, dæmt og hengt einungis út frá því að eitthvað leit út fyrir að vera bogið.

Annars er skemmtileg að sjá hvað fólk skiptist í stjórn/stjórnarandstaða fylkingar í þessu. Ætli þetta mál sé ekki eins og önnur pólitísk mál, sannleikurinn hefur ekkert að gera í því og er það fyrsta sem fórnað er. 

Sigurjón Sveinsson, 4.5.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband