Grasekkill all over again - dagur 3

Við börnin vöknuðum að morgni sunnudags sl. og okkur þótti sem eitthvað vantaði. Við vorum fljót að átta okkur á því að mömmu vantaði. Já, Elsa fór til Hollands í tvær vikur í námskeið á vegum IKEA. Ég er s.s. orðinn grasekkill all over again.

Sunnudagurinn leið nokkuð vel og án teljandi atvika. Við bara sinntum því að koma okkur fyrir í nýja húsinu okkar, og þetta er allt að koma. Börnin söknuðu mömmu sinnar að sjálfsögðu og ég líka, en við hörkum þetta af okkur og hlökkum til endurkomu hennar. Þengill tók uppá því að nota snuð sunnudagskvöldið og fór með það að sofa. Drengsi er 2 1/2 árs gamall og hefur aldrei viljað snuð hingað til. Pabba hans þótti það nú heldur seint í rassinn gripið að Þengill færi að totta "duddu" núna á "gamals" aldri en svona er það.

Þengill vaknaði svo daginn eftir, í gærmorgun, og krafðist snuddu sinnar strax og engar refjar. Hann fékk það að sjálfsögðu. Og með þetta fór hann í leikskólann.

Mamma sótti börnin í leikskólann og mun sækja þau í fjarveru Elsu svo ég geti nú klárað mína vinnu dag hvern. Síðan sæki ég þau til hennar. Nema hvað að í gær fengum við líka að borða hjá mömmu og það var gaman að sjá hvað Þengill tók hraustlega til matar síns. Hann gúffaði í sig 4 heilar kjötfarsbollur með bestu list, og systir hans, Bríet fékk sér 2. Og krafðist þess að sitja við hlið Friðgeirs frænda, bróður míns, við matarborðið, sem einnig var í heimsókn hjá mömmu og pabba.

Nú, svo fórum við öll heim í Æsuborgir og tókum til við að vinna á geymsluhaugnum sem er núna í bílskúrnum. Já, allt sem var í geymslum í Berjarima er núna í bílskúrnum og váááá hvað við áttum mikið dót. Kassar og pokar með dóti, bókum, fötum og ýmsu fylltu bílskúrinn. Og við pabbi og mamma unnum í því í gær að sortera þessa kassa og poka og setja uppá loftið til betri geymslu þar sem maður þarf ekki að horfa á þessar söfnunarsyndir dag hvern.  Við náðum slatta góðum árangri og í dag ætla ég að reyna að komast í gegnum það að flokka allar dósirnar og plastflöskurnar sem við tókum úr Berjarimanum og fara með í sorpu, sem og að klára skúrinn eins og ég get.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líðan minni varðandi tengdaforeldra og geymslukassa mætti líkja við þá sem fólk upplifir þegar aðrir gramsa í nærfataskúffu þess. Veit ekki hvort það er fýsilegt! En jæja og jæja...líkast til er almennur áhugi fyrir því að nota skúrinn til annarra verka.

E

E (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband