13.3.2007 | 16:13
Tölvuníðingar
Nú er búið að búa til orð eins og tölvuþrjótar, tölvuglæpir og einelti á netinu. Ég var að keyra heim um daginn og datt í hug hvort búið væri að skilgreina tölvuníðinga.
Tölvuníðingur er maður/kona sem beitir tölvu á níðingslegan hátt gegn tölvunni sjálfri. Það sem tölvuníðingur gerir er að:
- Keyra forrit þar sem örgjörvinn fer í 100% í langann tíma til að sjá hvort tölvan svitni eða emji undan álaginu. Þeir verstu gera þetta á sama tíma og þeir over-clocka örgjörvann.
- Hellir vökva yfir tölvuna til að láta reyna á hvort hún brenni yfir eða ekki.
- Stingur hlutum, öðrum en geisladiskum, í geisladrifið, til að sjá hvað gerist.
- Sparkar og slær í tölvuna og jaðartæki til að sjá hvort eitthvað bili.
- Over-klokkar örgjörvann að staðaldri.
- Beitir tölvunni almennt á máta sem er ekki gott fyrir vélbúnaðinn og getur líklega orsakað eyðileggingu vélarinnar.
Nú þurfa bara vandamálasérfræðingar að skilgreina sjúkdóm sem heitir "tölvuníðingsheilkenni" og flokka fólk í þann hóp, sem og stofna stuðningshóp fyrir TA.
Tölvuníðingar anonymous.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.