"Eitthvað annað?" Ah, nei, ekki heldur það.

Allan tilverutíma Vinstri-Grænna hefur VG kórinn verið á móti iðnaðaruppbyggingu, hvaða nafni sem hún nefnist. Og Alla-Ballar sömuleiðis á undan þeim. Alltaf kyrjað undir "eitthvað annað" þó illa hafi gengið að toga upp úr kórnum hvar þetta "eitthvað annað" eigi að vera. Helst hefur þó verið talað um ferðamannaþjónustu í tengslum við "eitthvað annað".

Svo kemur stórt fjárfestingartækifæri á borð VG kórsins. En hvað gerist? Nei, Ögmundur vill það ekki heldur og finnur til þess afsakanir.

Það stóð aldrei til að leyfa þetta. Þegar Ögmundur segir "við þurfum að skoða þetta" er hann að segja "Nei". Þá fór bara Ögmundur og fann einhverjar afsakanir. Sem fundust.

Þannig að ekki erum við að sjá fram á stóra atvinnuuppbyggingu í ferðamannaiðnaði sem er gjaldeyrisskapandi fyrir þjóð sem sáááááárvantar erlendan gjaldeyri, í massavís.

Til hamingju Ísland. Nú vitum við það. Það má ekkert gera í landi VG nema hækka skatta og lækka laun.

Þá bíðum við bara rúmlega 500 daga eftir að VG fari frá svo hægt sé að fara af stað í iðnaðaruppbyggingu. Því VG hefur núna endanlega útskúfað sig frá allri vitrænni umræðu um gjaldeyrisskapandi atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun.

Nú skora ég á Samfylkinguna að henda þessum ónýta, þversumklofna og afturhaldshugsandi "stjórnmálaflokki" sem VG kallast út úr ríkisstjórn og boða til kosninga. Þetta gengur ekki lengur svona!


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það vinna milli 95% -100% við "eitthvað annað" í dag Sigurjón.

Líklega vinnur ekki nema brotabrot úr prósenti við álver í heiminum í dag.

Fáðu þér rúgbrauðssneið með góðum osti, það róar.

Árni Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þú skilur ekki um hvað málið snýst, Árni. Við erum að tala um uppbyggingu í ferðaiðnaði. Gjaldeyrisskapandi! Að starfa við "eitthvað annað" sem þú nefnir snýst um að færa krónur úr einum vasa í annan og það skiptir litlu máli hvað gjaldeyritekjur varðar. Það sem skiptir máli, Árni, enn eina ferðina, er að skapa GJALDEYRISVERÐMÆTI!

Við fluttum út fisk í fyrra fyrir 220 milljarða. Stefnir í hærri tölu í ár.

Á sama tíma var útflutningur á áli 220 milljarðar. VG vill ekki stækka þann póst. Ferðamannaiðnaður skapaði gjaldeyristekjur upp á 110 milljarða 2010.

Fiskveiðar getum við ekki aukið sí svona án þess að ganga á sjálfbærnina. Álið vill VG ekki fá, þarna var tækifæri til að stækka ferðamannaiðnaðinn all hressilega. En nei. "Eitthvað annað" snýst um akkúrat ekkert.

Um þetta snýst málið, Árni. Gjaleyri. Til að borga erlendar skuldir með svo við þurfum ekki að taka endalaust gjaldeyri að láni til að borga gjalddaga. Og borga vexti af því. Velta vandamálinu á undan okkur.

Rúgbrauð er annars gott og fínt, býst við að fá mér bita af slíku í kvöld með vænni síld.

Sigurjón Sveinsson, 25.11.2011 kl. 14:41

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Ég er greinilega ekki einn um þessa skoðun: "„Þar fór erlenda fjárfestingin. Þá er það bara stóriðjan – Fleiri álver og fleiri virkjanir. – það er ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Guðríður Arnardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður bæjarráðs Kópavogs, á Facebook-síðu sinni."

http://eyjan.is/2011/11/25/skjalfti-i-samfylkingu-vegna-akvordunar-ogmundar-geta-jafnadarmenn-starfad-med-joni-og-ogmundi/

Er ekki kominn tími á að pragmatískt fólk í Samfylkingunni hendi þessum afturhaldsflokki út úr ríkisstjórn?

Sigurjón Sveinsson, 25.11.2011 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband