31.5.2010 | 14:19
Þau vilja s.s. það kjósendur höfnuðu?
Þetta eru skrítin skilaboð. Kosningaþátttaka í Hafnarfirði var með eindæmum léleg. 65%. 1/6 af þeim sem mættu skiluðu auðu. Samt tapaði Samfylking fylgi og Sjallar unnu á. Lúðvík komst ekki inn. Nú á að halda áfram með vinstri bæjarstjórn og hafa Lúðvík sem bæjarstjóraefni?
Þetta er það sem fólk er að segja að fjórflokkurinn skilji ekki. Það er verið að senda skilaboð og þau eru hunsuð af valdhöfum, atvinnupólitíkusum.
Stefnir í vinstristjórn í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í skoðanakönnunum og atkvæðagreiðslum þar sem sjálfstæðisflokkurinn verður undir en margir svara ekki eða skila auðu telja sjálfstæðismenn sig eiga dauð atkvæði. Snerist þetta ekki við núna?
Njörður Helgason, 31.5.2010 kl. 14:34
Eru kjósendur ekki búnir að hafna Lúðvík ?
Guðmundur Hafliðason (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 14:45
Fjármál bæjarinns eru í rjúkandi rúst eftir samfylkinguna og það er kominn tími á nýtt fólk við stjórnvölin.
Samfó var hafnað, tapaði gríðarlega miklu.
Svavar Örn Guðmundsson, 31.5.2010 kl. 15:01
Svo er sá flokkur sem fékk minnst fylgi sem ræður alfarið hvernig þetta verður. Undarlegt lýðræði það.
Halla Rut , 31.5.2010 kl. 15:24
Félagar!
Byltingin mun hefjast í Hafnarfirði! Þar verður fyrstu skotunum hleypt af líkt og í Krónstadt fyrir utan Leníngrad forðum daga. Þessi atburður mun verða sá sem setur af stað byltinguna á Íslandi og víðar. Hin sögulega skoðun sýnir svo ekki verður um villst að Karl Marx og Stalín höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu fyrir um það sem koma skyldi.
Nú er tækifærið! Nú má enginn marxisti skorast undan!
Pétur Tyrfingsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.