Eftirsjá af Illuga

Það er gott að hann sjái það að það er nauðsynlegt að hann víki meðan hans mál eru í rannsókn. En það er samt eftirsjá af honum. Einn af skárri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Nú þurfa bara hin að fylgja. Bjarni, Þorgerður, Jóhanna og fleiri. 


mbl.is Illugi fer í leyfi frá þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða Jóhanna?  Og hvað hefur hún gert af sér? 

Aumkunarvert hvernig Sjálfstæðismenn agnúast út í rannsóknarnefndina.  Kunna einfaldlega ekki að skammast sín. Hefðu átt að sjá sóma sinn í því að segja af sér strax eftir bankahrun.

khk (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftirsjá!

Fyrir hverja?

Ekki er maðurinn nú kominn á braut umhverfis jörðina þótt hann hljóti vitnsisburðinn: "Einn af skárri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins." 

Árni Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 13:27

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Eftirsjá af einum hundinum hand Davíðs ??   Ég sakna annarra hunda meira !

Kristinn Sigurjónsson, 16.4.2010 kl. 13:32

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurjón - hræsni og tvískinnungsháttur andstæðinga Sjálfstæðisflokksins birtast vel í því að eingöngu eru gerðar kröfur á þingmenn þess flokks - kanski vegna þess að sá flokkur hefur sýnt það í verki að gera bragabót hjá sér - __ Hvað hefur Jóhanna get af sér???

Samfylking þvær hendur sínar af öllum málum - ég er ekki sammála Illuga í því að stíga til hliðar - ekki einu sinni í bili - ef það er rétt ákvörðun og ef það er rétt krafa að Bjarni - Þorgerðurgeri slíkt hið sama - á það einnig við um Jóhönnu Sigurðar - Össur - Árna Pál - Katrínu og forseta Alþingis -

Hvað varðar skýrsluna er m.a. því til að svara - ég er ekki og verð aldrei stuðningsmaður Ólafs Ragnars - hitt er klárt að maðurinn er skarpgreindur - úttektin á honum og embættinu virðist í besta falli vera misheppnuð - Það má

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.4.2010 kl. 13:37

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ekkert orka tvímælis þegar forseti og/eða enbættið er tekið til rannsóklnar en því miður - hann benti á ótal mörg atriði - þetta er SLÆMT

Já - skýrslan er EKKI hafin yfir gagnrýni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.4.2010 kl. 13:39

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ummæli Kristinns Sigurjónssonar eru sorglegur minnisvarði um þá haugahugsun sem birtist í svona yfirlýsingu.

Kanski hentar það Kristni betur að leggjast með rökkum -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.4.2010 kl. 13:40

7 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þegar Seðlabankinn gerði gjaldeyrisskiptasamninga við Norðurlönd, rétt fyrir hrun, var það gert með þeim skilmálum að ríkisstjórnin myndi styðja slíkan samning og lofa því að draga saman seglin í útlánamálum, þenslu, Íbúðalánasjóður einnig og jafnvel sérstaklega. Jóhanna skrifaði undir þetta, sem félagsmálaráðherra og þar með yfirmaður Íbúðalánasjóðs, en hunsaði algerlega skildur sínar skv. þessum samningi. Gaf frekar í ef eitthvað var.

Kannski ekki jafn mikil sök og annarra en sök engu að síður.  Hún brást sem ráðherra í þeim málum sem ollu hruninu og snéru að henni í ráðherraábyrgð.

Eða eru það kannski bara þingmenn Sjálfstæðisflokksins og/eða fyrrum ráðherrar sem bera sök? Ég sem hélt að við ætluðum að koma upp úr skotgröfunum sem þjóð :)

Sigurjón Sveinsson, 16.4.2010 kl. 13:53

8 identicon

Ertu nokkuð með Stokkhólms heilkenni vinur minn?

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband