Ruglið í Degi, ónýtar heimildir

Dagur segir að Þorbjörg og co hafi talað fyrir því að fyrirtæki taki upp rekstur leikskóla.

Þorbjörg hafnar því að slíkt hafi verið skipulagt eða rætt af alvöru.

Dagur kemur þá með "heimildir" fyrir máli sínu.

Ef maður les heimildirnar, sem Dagur notar til að styðja mál sitt, er þar ekkert að finna sem styður mál Dags. Það eina sem hægt er að finna í heimildunum er að fram hafi farið hugmyndafræðileg umræða um einkavæðingu, einkarekstur og stéttaskiptingu vegna leikskóla í rekstri fyrirtækja. Búið. Og að vísa í blogg ótengdra einstaklinga sem heimild er vægast sagt vafasamt.

Það eina sem hægt er að hengja sig á er að Þorbjörg tala um að leita til fyrirtækja til að styrkja rekstur leikskóla, líklega einkareknu leikskólanna. 

Þetta útspil Dags sýnir að hann er enn samur við sig. Blaður B. Ekkertsson, froðusnakkur.

Mikið óskaplega vildi ég að Dagur færi að taka upp aðra siði og hætta þessu marklausa skítkasti. Hann er eflaust mætur maður með mikið potential. En því lengur sem hann heldur að fólk sjái ekki í gegnum reykbomburnar hans, því lengur verður hann ómarktækur og uppnefndur "Blaður" af fólki eins og mér.

Um leið og hann hættir þessu rugli og fer að vanda málfluttning og heimildavinnu, þá skal ég fara að hlusta á hann og hvað hann hefur að segja. 

Ég veit ekki hvort að fólk muni eftir því, en 2007 var merkilegt ár hvað mönnun leikskóla varðar. Mannekla stóð þeim fyrir þrifum og erfilega gekk að reka þá suma vegna mannfæðar, sama hvað reynt var í að auglýsa stöður. Upp frá því spannst þessi umræða um að reyna að auka fé í rekstur skóla svo hægt væri að hækka laun eða styrkja rekstur þeirra á annan máta, án þess að borgin færi að hækka laun allra leikskólakennara (slíkt kom bara ekki til greina). Og út frá því spinnast þessar vangaveltur Þorbjargar um hvað hægt er að gera.

Að hengja sig á þær VANGAVELTUR (brainstorming) þar sem verið var að leita að lausn, og útata það sem einkavæðingu eða stofnun fyrirtækjaleikskóla, er svo harkalegur útúrsnúningur að það er hreinlega sorglegt. 


mbl.is Dagur bendir á fyrri ummæli Þorbjargar Helgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

...

Mikið óskaplega vildi ég eiga eintaka af sjónvarps"frétt" sem sýnir Dag upp á sitt besta.

Dagur er reyndar lengi búinn að heita Blaður í mínum kokkabókum.

Samanber þessa gömlu færslu:

http://rindpoop.blog.is/blog/rindpoop/entry/810731/

drilli, 8.4.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband