Samningar lausir í haust. Verður þetta trendið?

Ég veit ekki með aðra en mér finnst þetta fordæmi mjöööög varhugavert. Ekki einungis að fara svona í grímulausa mismunum á stéttum hvað verkfallsréttin varðar (strax á degi 2) heldur líka það að samningar eru almennt lausir í haust. Þá verða samningar við mannmargar stéttir lausir og það er eiginlega borðleggjandi að við eigum eftir að sjá verkfallaholskeflu ríða yfir landið. Því ekki á ríkið peninga til að hækka laun. Né heldur atvinnurekendur, þar eru pyngjur tómar líka (og ekki að þakka hækkun á tryggingargjaldi um daginn).

Launahækkunum var slegið á frest í fyrra í stöðuleikasáttmálanum svokallaða. Síðan þá hefur ríkisstjórnin farið í fararbroddi við að brjóta þann sáttmála. Og það forkastanlegasta var útspil Svandísar Svavars í að TEFJA (ekki slaufa) verkefni sem voru borðleggjandi atvinnuskapandi fyrir hundruð, ef ekki þúsundir, manna og kvenna. Ríkisstjórnin virðist ekki hika við að berja nokkurn vaxtarbrodd í útfluttningtekjum þjóðarinnar, nema kannski með því að brjóta á verkfallsrétti stéttar, bara vegna þess að þau eru með svo há laun.

Talandi um há laun. Faðir minn, vélstjóri til áratuga, reiknaði einu sinni laun sín (hann var með góðar tekjur þá) og komst að því að hann var með lágtaxta Dagsbrúnarlaun þegar dagvinna og yfirvinna var reiknuð upp. 

Það er mér til efs að flugumferðastjórar séu með einhver himinhá laun, þótt tekjuháir séu. Fyrir utan álagið sem starfinu fylgir.

Má vel vera að þetta sé réttlætanlegt. Ef svo er, af hverju var kennaraverkfalli leyft að vera í sex (6) vikur 2004? Er nú menntun barnanna okkar minna virði en smá tafir í flugi í örfáa klukkutíma fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem að mestu leiti eru ekki einu sinni íslenskir ríkisborgarar? 


mbl.is Gagnrýna inngrip hins opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér, þetta er slæmt fordæmi hvernig sem á það er litið. Ætlar ríkisstjórnin að setja lög á öll verkföll í haust? Ef hún gerir það þá er hún samkvæm sjálfri sér en það er engu að síður mjög slæmt. Ef hún gerir það ekki þá er það ljóst að um mismunum eftir stéttum er að ræða. Þetta er "lose-lose" staða fyrir ríkisstjórnina hvernig sem spilast úr þessu.

Annars held ég að þetta sé rétt hjá þér og þarft innlegg í umræðuna að tekjur eru ekki það sama og laun. Flugumferðarstjórar hafa eflaust ágætar tekjur en ég er ekki viss um að laun þeirra séu jafn há og sumir hafa viljað láta vera í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar er líklega verið að rugla tekjum saman við laun.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:43

2 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Vel mælt hjá þér Sigurjón; en lagasetning á vinnudeilur er ekki fordæmalaus. Ég hef starfað sem sjómaður (með hléum) síðan 1993 og a.m.k. tvisvar tekið þátt í sjómannaverkföllum, og a.m.k. tvisvar voru sett lög á okkur sjómenn eftir fáeina daga!!!!! Þetta hefur verið háttur stjórnvalda, hvaðan úr flokki sem menn koma um langa hríð, þannig að ég þekki þetta af eigin raun. Þett'er grautfúlt að lenda í, og núna bíðum við sjómenn eftir því að Ríkið byrji að skera niður sjómannaafsláttinn (umdeilda), og mun það gerast í febrúar 2011, og getiði nú: Í þeim mánuði (eða um áramót, er ekki alveg viss) munu kjarasamningar sjómanna verða lausir, og til hverra munu sjómenn sækja "kjaraskerðingu" þá er af tapi "afsláttarins" verður, nema til Útgerðarmanna???? Þeir segja auðvitað þvert NEI, og þá boða sjómenn verkfall, líklega meðan loðnuvertíð stendur sem hæst og þorskveiðipartýið í Faxaflóa einnig; og ÞÁ VERÐA ÖRUGGLEGA SETT LÖG Á SLÍKT VERKFALL!!! Svona er nú það!

Kristinn Rúnar Karlsson, 12.3.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Þarna tel ég ykkur vera rödd skynseminnar.

Ofan á þetta þá má alveg minnast á það að í þessu tiltekna dæmi þá eru flugumferðarstjórar með alþjóðleg réttindi og í stétt sem er lágt (eða ekkert) atvinnuleysi í á heimsvísu. Laun íslenskra flugumferðarstjóra eru lág miðað við annarsstaðar í evrópu.

Ég held að við sjáum alveg hugsanleg áhrif þess að ríkið blandar sér á þennan hátt í launadeilu starfsmanna við einkafyrirtækið sem þeir starfa hjá, þeir fara bara eitthvað annað. Það er það versta sem getur gerst. Íslenskt flugkerfi má ekki við því, og íslenskt samfélag má ekki við því. Peningarnir sem fara í laun flugumferðarstjóra koma mestmegnis erlendis frá (yfirflugsgjöld) og tekjuskattur þeirra rennur beint í ríkiskassann, auk allra neysluskatta (VSK o.s.frv.)

Þetta er ekki starfsstétt sem skýlir sér bak við fjármagnstekjuskatt, kúlulán, og reikninga á Cayman eyjum. Flugumferðarstjórar eru almennir launamenn eins og við hin og núna er mikilvægt að við stöndum öll saman. 

Ari Kolbeinsson, 12.3.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband