10.2.2010 | 12:32
Konur á sjóinn og í iðnaðinn.
Hvernig væri að Jafnréttisráð færi að kíkja á aðrar áherslur líka en bara menntasnobbsstöður og titla? Hvað með að hvetja konur til að taka þátt í starfsgreinum sem hingað til hafa verið domineraðar af karlmönnum? Fara á sjóinn, byggja hús, fara í tæknigeirann, iðnað?
Viðskiptaráðherra segir í dag í grein í mogganum að hluti af hruninu hafi verið einsleitni stjórnenda. Það er örugglega ýmislegt til í því. Alveg eins og það er ýmislegt til í því að launamisrétti í öllum stéttum á sér mikla orsök í einsleitni, t.d. kynjahlutföllum.
Annars leiðist mér að persónugera svona helming landsmanna.... Fólk er jafn misjafnt og það er margt.
Brýna viðskiptalífið til aðgerða í jafnréttismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli það sé tilviljun að "jafnréttishreyfingin" sé að spekúlera í þessu en ekki "Kynbundnum dauðamun"?
Sjá: http://forrettindafeminismi.wordpress.com/2010/02/05/kynbundinn-dau%c3%b0amunur/
SJ
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.