11.10.2011 | 13:26
Bann virkar verst, forvarnir best
Það er eitt sem maður sér fljótt á litið við þessa frétt: Bann við óæskilegum efnum virkar verst, forvarnir best.
Langbesti árangurinn í þessari rannsókn í að minnka neyslu þessara efna sést á áfengi og tóbaki. Minnstur árangur er í að minnka neyslu hassins.
Þó ber að geta að hassið er ólöglegt og mikið púður fer í að fylgja því banni eftir, fyrir utan refsiramman og fangelsun. Það sem langbest gengur að minnka eru efni sem eru lögleg en undir miklu eftirliti og takmörkunum í hversu auðfengið það er.
- Nærri 79% árangur fæst af forvörnum
- Nærri 24% árangur fæst af banninu
1998 | 2011 | pr.stig | munur % | |
Daglegar reykingar | 23% | 5% | 18 | 78,3% |
Áfengi sl 30 daga | 42% | 9% | 33 | 78,6% |
Prófa hass | 17% | 13% | 4 | 23,5% |
Þó ber að fagna þessum árangri í að minnka neyslu kanabisefna. En ef við berum saman hrátt árangur með forvörnum gegn löglegum efnum annars vegar og svo algeru banni hins vegar, þá sést ágætlega hvort skilar meiri árangri. Og munurinn er hrikalega mikill!
Hér eru smá skilaboð frá LEAP, Law Enforcement Against Prohibition
![]() |
Færri drekka og reykja hass |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)