17.1.2011 | 15:06
Áttu við lög og stjórnarskrá?
Kerfið flækist fyrir. Það var og.
Svona svo það sé á hreinu: Það má ekki gera það sem Björk og Jón vilja gera nema að Magma verði bættur að fullu "skaðinn". Svo segja lög landsins. Svo segir stjórnarskrá landsins. Svo segir EES samningurinn (við erum í ESB aðildarviðræðum btw). S.s. ríkið þarf að borga þetta á einn eða annan hátt. Er það kerfið sem Björk er að tala um? Það þarf að skera mun meira niður og setja á mun meiri skatta til að dekka afborganir af þessum lánum, sem eru að lágmarki 33 milljarðar. Er það kerfið sem Björk er að tala um? Skattkerfið sem endar í vösum almennings svo að hugarefni hennar verði að veruleika?
Við finnum fyrir sársaukanum sem núverandi niðurskurður og skattahækkanir valda okkur. Vill Björk meira? Eða er kerfið að þvælast fyrir henni, Jóni og Oddnýju?
![]() |
Kerfið þvælist fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)