31.5.2010 | 14:19
Þau vilja s.s. það kjósendur höfnuðu?
Þetta eru skrítin skilaboð. Kosningaþátttaka í Hafnarfirði var með eindæmum léleg. 65%. 1/6 af þeim sem mættu skiluðu auðu. Samt tapaði Samfylking fylgi og Sjallar unnu á. Lúðvík komst ekki inn. Nú á að halda áfram með vinstri bæjarstjórn og hafa Lúðvík sem bæjarstjóraefni?
Þetta er það sem fólk er að segja að fjórflokkurinn skilji ekki. Það er verið að senda skilaboð og þau eru hunsuð af valdhöfum, atvinnupólitíkusum.
![]() |
Stefnir í vinstristjórn í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 08:07
Ísraelar samkvæmir sjálfum sér
Mannréttindi, meðalhóf, sanngirni, réttlæti eru hugtök sem hafa ekki verið að þvælast mikið fyrir gyðingaríki Ísraela. Þarna höfum við bara eina birtingamynd þeirrar mannfyrirlitningu sem þetta ríki stendur fyrir. Og komast upp með, í boði Bandaríkjanna.
Maður getur ekki annað en dáðst að þeim er fóru út í þessa vegferð að færa þurfandi Palestínumönnum á Gaza hjálpargögn. Sorglegt að þetta hafi þurft að enda svona.
![]() |
Ísraelsher staðfestir mannfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |