27.4.2010 | 14:41
Sósíalískt réttlæti Hróa Hattar
Hvað er Lilja að segja? Á að fara endalaust í vasa þeirra sem eru með laun fyrir ofan þolmörk skattpíningar til að laga "réttlæti skuldara" ?
Ég er skuldari eins og allir aðrir. En ég er líka í þeim hópi fólks sem VG er núna að skattpína ofan í jörðina, ofan á stökkbreytt lán og greiðslubyrgði af þeim.
Nei takk, Lilja. Þú ert ágæt en í Guðanna bænum ekki grafa mig og mína fjölskyldu sex fet niður og moka yfir, í leit að sósíalíska réttlætinu hans Hróa Hattar. Nóg er búið að stela frá mér og öðrum í minni stöðu.
Ef ég er svo heppinn, aftur á móti, að lánadrottinn minn getur séð sér fært að lagfæra stökkbreytta lánið mitt, þá koma flokksbræður Lilju og taka tekjuskatt af mismuninum. Indriði Þorláks í broddi fylkingar. Fullt af fólki hefur farið í 110% pakka bankanna til að laga málin en eiga á hættu að vera kjöldregin fyrir það.
Réttlæti skuldara? Láttu skattgreiðendur í friði og talaðu við Indriða frekar og Steingrím J. !!!!!!!!! Líttu þér nær, kona, og hættu að hrópa út í bláinn!
![]() |
Skuldarar hrópa á réttlæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2010 | 12:18
Af hverju er þetta frétt?
Þetta er "virtasta stétt landsins" að eigin mati: Blaðamenn.
Fyrir utan það hvað það er furðulegt að stjórnarfundur fagfélags skuli vera fréttamatur þá er bara frábært að sjá fólk, sem tekur sig jafn hátíðlega, haga sér eins og krakkar á Gulu deildinni. Af því að það á að fara að velja formann fyrir "virtustu stétt landsins".
Merkilegt hvað álit mitt á Þóru hefur minnkað undanfarið.
![]() |
Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2010 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)