19.4.2010 | 12:57
Má ég líka hunsa lög og reglur?
Þetta er merkilegt mál. Allir borgarar og íbúar Reykjavíkur, tja, allra sveitafélaga, þurfa leyfi og samþykktir til að reisa mannvirki og standa í meiri háttar aðgerðum, hvort sem er á sinni eigin lóð eða fyrir utan hana.
Nú lítur út fyrir að sá ágæti maður, Hrafn Gunnlaugsson, hafi reist alls kyns mannvirki án tilskilinna leyfa. Má ég þá gera það líka?
Mátti þá Kári Stefánsson reisa grindverkið sitt í Skerjafirði hér um árið? Mátti þá fólkið, sem þurfti að rífa bústaðinn sinn vegna þess að einhver hluti hans var byggður án tilskilinna leyfa, byggja þetta eftir allt saman?
Hvernig er það, gilda lög og reglur fyrir suma en ekki aðra?
Er þetta nýja Ísland? Þar sem öll dýrin eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur?
Ég hef gaman af Hrafni og hans verkefnum og pælingum. Það væri samt óskandi að hann myndi gera það í sátt við borgaryfirvöld, eins og allir íbúar landsins þurfa að gera.
![]() |
Hrafn fær líklega frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)