10.2.2010 | 12:32
Konur á sjóinn og í iðnaðinn.
Hvernig væri að Jafnréttisráð færi að kíkja á aðrar áherslur líka en bara menntasnobbsstöður og titla? Hvað með að hvetja konur til að taka þátt í starfsgreinum sem hingað til hafa verið domineraðar af karlmönnum? Fara á sjóinn, byggja hús, fara í tæknigeirann, iðnað?
Viðskiptaráðherra segir í dag í grein í mogganum að hluti af hruninu hafi verið einsleitni stjórnenda. Það er örugglega ýmislegt til í því. Alveg eins og það er ýmislegt til í því að launamisrétti í öllum stéttum á sér mikla orsök í einsleitni, t.d. kynjahlutföllum.
Annars leiðist mér að persónugera svona helming landsmanna.... Fólk er jafn misjafnt og það er margt.
![]() |
Brýna viðskiptalífið til aðgerða í jafnréttismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 08:07
Ótæk rök skarpgreindrar konu
Ad Hominem heitir aðferð við rökræður. Þar er ráðist beint á persónuna, ekki málefnið. Þetta er oft síðasta haldreipi rökþrota einstaklinga sem eru komnir út í horn í rökræðum.
Þarna er nokkurn vegin sama aðferð á ferðinni. Gagnrýni blásið í burt með því að spyrða hana við ankannlega karlrembu, ranglega. Hún er sem sé að segja að gagrýnin eigi sér enga réttlætingu ein og sér og sé bara sprottin upp vegna fordóma og kreddu.
Maður á bara ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa vanþóknun sinni á svona rökfærslu. Svona rök notaði Davíð Oddsson stundum sem og aðrir sem vildu komast hjá því að svara óþægilegum spurningum. Ég hélt af einhverjum ástæðum að Silja Bára væri yfir slíkt hafin.
Tilvitnun: "Þessi umræða er að mínu mati lítið annað en moldviðri til að draga úr því að ung kona, Sóley Tómasdóttir, alkunnur róttækur femínisti, hafi lagt miðaldra mann að velli í keppni um oddvitasætið í forvali ríkisstjórnarflokks. Slíkt á auðvitað ekki að líðast."
Þetta skrifar Silja Bára á bloggi sínu á Eyjunni. Silja Bára er skarpgreind kona og skelegg sem ég hef oft heyrt fjalla um ýmis mál. Því kemur þetta heilaprump (e. brainfart) mér gersamlega á óvart. Þetta heitir að tala niður til fólks, sýna þeim vissa fyrirlitningu, og slíkt ætti Silja Bára ekki að sýna af sér.
![]() |
Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)