Eru Kommar hræsnarar eða hvað?

Ég ætla nú ekkert að fullyrða um að fólkið sem er að púa þarna séu örgustu VG kommar, en Idol Komma á Íslandi, Steingrímur J., var að skrifa undir miklu meiri einkavæðingu í orkumálum landans en Borgarstjórn og OR nokkurn tíma. Þá á ég við um það að Íslandsbanki á stóran hlut í Geysir Green Energy, og sá banki er á leið í hendur erlendra aðila að 95%. Þetta skrifaði Steingrímur undir og þannig er það. Og það var langbesta staðan í leiknum fyrir hann og þjóðina.

Sama á við um OR. Þau URÐU að selja hlutinn. Um það hefur verið kyrfilega fjallað. Og innlendir kaupendur að hlutnum buðu sig engir fram. Nada. Nix. Niente.

En ætli þessi samansöfnuður sé ekki af sama meiði og þyrptist niður í ráðhús þegar Sjallar tóku völdin í borginni aftur með klækjapólitík. Söfnuður sem fagnaði þegar Tjarnarkvartettinn beitti sömu meðölum, en varð brjálaður þegar sama meðali var beitt gegn Tjarnarkvartettinum.

Orð dagsins er því: Tvískinnungur. Ef meðalið var það sem verið var að mótmæla.


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband